Lyfja opnar nýtt apótek á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
14.10.2022
kl. 14.46
Glaðbeitt starfsfólk Lyfju. Frá vinstri: Friðþjófur Már Sigurðsson, lyfsali, Arnrún Ösp Guðjónsdóttir, Elín Ósk Björnsdóttir, Elín Ósk Guðmundsdóttir og Margrét Hallbjörnsdóttir. MYND: Húni.is / Höskuldur B. Erlingsson
Húnahornið segir frá því að í gær, fimmtudaginn 13. október, opnaði Lyfja nýtt apótek að Húnabraut 4 á Blönduósi. Lyfja er sannarlega komin í góðan félagsskap því í verslunarhúsnæðinu kennir nú ýmissa grasa því þar eru einnig til húsa Kjörbúðin, Hitt og þetta, Hárgreiðslustofa Bryndísar Braga, veitingastaðurinn Tene að ógleymdri Vínbúðinni.
„Það er ánægjulegt fyrir okkur sem vinnum með málefni Ámundakinnar að bjóða verslun Lyfju velkomna í þann góða hóp fyrirtækja sem þar starfa. Það er augljóst hagræði af því fyrir samfélagið að fólk geti nálgast sem fjölþættasta þjónustu undir sama þaki,“ segir í tilkynningu frá Ámundakinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.