Lið FNV aftur úr leik í Gettu betur – eða þannig
Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, hélt áfram á öldum ljósvakans í gærkvöldi og þrátt fyrir tap í fyrstu umferð fékk keppnislið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra annað tækifæri í gærkvöldi þar sem liðið komst áfram sem stigahæsta tapliðið eftir fína frammistöðu gegn öflugu liði Tækniskólans. Andstæðingurinn í gær var sprækt lið Fjölbrautaskóla Vesturlands og í húfi var sæti í átta liða úrslitum keppninnar.
Í átta liða úrslitum er keppnin færð úr útvarpi og neti og inn í stofur landsmanna með hjálp Sjónvarpsins en langt er síðan FNV hefur átt lið í átta liða úrslitum. Það hafðist ekki heldur í þetta skiptið því Fjölbrautaskóli Vesturlands hafði betur – úrslitin 28-9.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.