Kosið um Jólahús ársins á Blönduósi
Húnahornið stendur fyrir vali á Jólahúsi ársins á Blönduósi líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Um er að ræða samkeppni eða jólaleik um fallega jólaskreytt hús, hvort sem það er íbúðarhús eða fyrirtækjahús. Samkeppnin um Jólahúsið 2020 verður með svipuðu sniði og síðust ár. Þetta er í 19. sinn sem Húnahornið stendur fyrir vali á Jólahúsi ársins á Blönduósi.
Til að taka þátt í jólaleiknum er tilnefning send inn í gegnum rafrænan atkvæðaseðil sem er að finna hér. Hverjum og einum er heimilt að senda inn eina tilnefningu. Það hús sem fær flestar tilnefningar verður valið Jólahús ársins 2020 á Blönduósi. Samkeppnin stendur til miðnættis 3. janúar 2021 og verða úrslit gerð kunn daginn eftir.
Þau hús sem hlotið hafa viðurkenningu eru:
2001: Brekkubyggð 17
2002: Hlíðarbraut 13
2003: Garðabyggð 1
2004: Hlíðarbraut 13
2005: Hlíðarbraut 8
2006: Sunnubraut 3
2007: Ekkert val
2008: Hlíðarbraut 8
2009: Hlíðarbraut 4
2010: Mýrarbraut 35
2011: Melabraut 19
2012: Mýrarbraut 33
2013: Heiðarbraut 1
2014: Hlíðarbraut 1
2015: Skúlabraut 1
2016: Aðalgata 10
2017: Skúlabraut 22
2018: Hólabraut 11
2019: Brekkubyggð 21
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.