Jörð skelfur á Reykjanesskaga
Fyrir stundu eða kl. 10:05 varð jarðskjálfti af stærð 5.7 um 3,3 km SSV af Keili á Reykjanesskaga. Fannst hann víða á Suðvesturhorni landsins, m.a. í Vestmannaeyjum, eins og fram kemur á vef Veðurstofunnar. Fjöldi eftirskjálfta hefur fylgt og búast má við frekari eftirskjálfum. Á vedur.is segir að verið sé að vinna nánar úr skjálftagögnum og verður fréttin uppfærð í samræmi við það.
„Rúmlega 500 jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaganum í síðustu viku, um 100 fleiri en í fyrri viku. Mesta virknin var annars vegar við Fagradalsfjall, einkum síðari hluta vikunnar og hins vegar norðan og austan Grindavíkur. Stærsti skjálftinn við Fagradalsfjall var 2,3 að stærð þann 21. febrúar kl. 09:28 og sá stærsti við Grindavík, 2,8 þann 21. febrúar kl. 17.30. Engar tilkynningar bárust um að þessir skjálftar hefðu fundist. Þann 18. febrúar kl. 08:10 varð skjálfti 2,9 að stærð við Núpshlíðarháls. Það var stærsti skjálfti vikunnar. Um 20 jarðskjálftar mældust á Reykjaneshrygg, stærsti 18. febrúar kl. 08:16 M2,8,“ segir á vef Veðurstofu Íslands.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.