Jólalag dagsins - The First Noel

Það er ekki nóg með það að á Norðurlandi vestra séu einhverjir bestu lögregluþjónar landsins, og þó víðar væri leitað, heldur þeir söngglöðustu líka. Þau Erna Rut Kristjánsdóttir og Steinar Gunnarsson syngja undurvel og tilvalið að hafa þau sem flytjendur jólalags dagsins.

„Eftir frábærar viðtökur við "Jólin alls staðar" þá ákváðum við að láta þetta fallega jólalag "The First Noel" fylgja í kjölfarið.  Um leið skorum við á aðra viðbragðsaðila að fara að dæmi okkar og senda út syngjandi jólakveðjur. Gleðileg jól landsmenn nær og fjær frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra,“ segir í færsu á Facebooksíðu embættisins.

Á WikiPediu segir að The First Noell sé af kornískum uppruna þ.e. frá Cornwall eða Kornbretalandi eins og sagt er í gömlum íslenskum bókum. Núverandi útgáfa lagsins var fyrst gefin út í Carols Ancient and Modern árið 1823 og Gilbert og Sandys Carols tíu árum síðar. Innblásturinn að sögu lagsins kemur úr þekktum biblíusögnum, sem kallaðar voru Kraftaverkin, og voru mjög vinsælar á þessum tíma. Það segir frá nóttinni sem Jesús fæddist í Betlehem, byggt á frásögnum í guðspjalli þeirra Lúkasar og Matteusar í Biblíunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir