Jafnréttisdagar háskólanna hefjast í dag
Jafnréttisdagar háskólanna hefjast í dag en þeir verða haldnir í öllum háskólum landsins fram til 5. febrúar. Reynsla nemenda með innflytjendabakgrunn af háskólanámi, reynslusögur af rasisma, karlar í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, áhrif COVID-19 á háskólanám, algild hönnun og heimildarmynd um intersex fólk er meðal þess sem í boði verður.
Í tilkynningu segir að Jafnréttisdagar séu árlegt fræðsluátak háskólanna á Íslandi þar sem saman tvinnast hinar ýmsu víddir jafnréttis og femínisma. Meðal þess sem sérstaklega verður fjallað um í ár er fjölbreytileiki, forréttindi, þöggun, vald, mismunun og fleira. Á dagskránni í ár eru á þriðja tug viðburða og fara þeir allir fram rafrænt. Frítt er á alla viðburði Jafnréttisdaga og öll velkomin.
Yfirlit yfir viðburðina og efni þeirra má nálgast á Facebook-síðu Jafnréttisdaga HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.