Ingvi Rafn áfram hjá Stólunum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
27.05.2015
kl. 13.33
Ingvi Rafn Ingvarsson og Körfuknattleiksdeild Tindastóls hafa komist að samkomulagi um að Ingvi leiki áfram með Tindastóli á næsta keppnistímabili. „Ingvi Rafn átti frábært tímabil með Tindastóli og var einn af lykilmönnum liðsins,“ segir í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeildinni.
Ingvi spilaði sitt síðasta tímabil með unglingaflokki í vetur og líkt og í Domino's var Ingvi einnig lykilmaður þar, liðið varð íslandsmeistari í þeim flokki eftir taplausan vetur.
Stefán Jónsson formaður körfuknattleiksdeildarinnar lýsir yfir mikilli ánægju með að hafa Ingva áfram hjá uppeldisfélaginu hans.
Áfram Tindastóll!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.