Húnvetningar funda með þingflokkum í apríl
Oddvitar sveitarstjórnanna fjögurra í Austur-Húnavatnssýslu munu eiga fjarfundi með þingflokkum á Alþingi í apríl, eftir því sem kemur fram á Húnvetningur.is. Markmið fundanna er tvíþætt, annars vegar að kynna verkefnið Húnvetningur fyrir þingmönnum og svara spurningum þeirra en meginmarkmiðið er hins vegar að kynna áherslur og helstu hagsmunamál Húnvetninga.
„Húnvetningar leggja áherslu á að þingmenn styðji við brýn verkefni í atvinnu- og byggðamálum í Austur-Húnavatnssýslu. Svo sem stofnun Umhverfisakademíu, uppbyggingu ferðamannastaða, og fjölgun starfa við innheimtuþjónustu sýslumanns á Blönduósi og Vinnumálastofnunar á Skagaströnd.
Þá er brýnt að átak verði gert í viðhaldi héraðs- og tengivega með það fyrir augum að tryggja greiðar samgöngur innan nýs sveitarfélags, verði sameiningartillagan samþykkt,“ segir í frétt á Húnvetningur.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.