Húnaþing vestra hlýtur jafnlaunavottun
Sveitarfélagið Húnaþing vestra hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt staðlinum ÍST: 85:2012. Vottunin staðfestir að starfsfólk sveitarfélagsins sem vinnur sömu og/eða jafnverðmæt störf fær sömu laun og að ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun.
Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra í gær var vottunarskírteini frá iCert lagt fram þessu til staðfestingar sem og staðfesting frá Jafnréttisstofu, sem heimilar sveitarfélaginu að nýta jafnlaunamerkið til 5. júlí 2025.
Í fundargerð ráðsins segir: „Byggðarráð fagnar þessum árangri sem staðfestir að starfsfólk Húnaþings vestra, sem vinnur sömu og/eða jafnverðmæt störf, fái sömu laun og ekki sé að finna kynbundinn mismunun í launamálum sveitarfélagsins.“
/huni.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.