Hrímnir er annað liðið sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS
Þá er komið að liði númer tvö sem kynnt er til leiks í Meistaradeild KS 2021 en þar er á ferðinni hið magnaða lið Hrímnis sem endaði í öðru sæti á síðasta ári. Fremstur í flokki Hrímnis fer Þórarinn Eymundsson, reiðkennari við Háskólann á Hólum og reiðmeistari FT.
Kvenfólið hefur yfirhöndina í kynjakvótanum hjá Tóta en með honum í liði eru þær Fanney Dögg Indriðadóttir frá Grafarkoti, útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum, Líney María Hjálmarsdóttir útskrifaður reiðkennari frá Háskólann á Hólum og þjálfari á Tunguhálsi II, Þórdís Inga Pálsdóttir frá Flugumýri, nemandi á öðru ári við Háskólann á Hólum. Fimmtan skal svo teljamág liðstjórans, Pétur Örn Sveinsson sem er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og tamningamaður í Saurbæ.
Keppni hefst á fjórgangi þann 3. mars í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki, þar sem allar keppnir fara fram utan gæðingafimi sem fram fer í Léttishöllinni á Akureyri 19. mars. Slaktaumatöltið fer fram 9. apríl, fimmgangur 21. apríl og loks verður svo keppt í tölti og skeiði þann 7. maí.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.