Hertar sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti
Ríkisstjórn Íslands boðaði til fréttamannafundar í Hörpu fyrr í dag vegna stórra hópsmita kórónuveirunnar. Kyntar voru breyttar sóttvarnaráðstafanir og reglur til þess að stemma stigu við fjölgun smita. Hertar aðgerðir munu taka gildi á miðnætti og um allt land, sambærilegar og settar voru þann 30. október sl. Það var þungt hljóð í forystusveit ríkisstjórnarinnar á fundinum vegna þeirra tíðinda sem flutt voru en þar var þó þær jákvæðu fréttir færðar að bóluefni Astra Zeneca yrði notað á ný.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sagði allar hópsýkingarnar sem greinst hafi undanfarið hafa vera af völdum breska afbrigðis kórónuveirunnar, sem er mun meira smitandi en flest önnur afbrigði og veldur frekar alvarlegri veikindum. Sagði hún sóttvarnarlækni leggja áherslu á að hertar aðgerðir taki nú til barna allt frá grunnskóla aldri.
Af því leiðir að grunn-, framhalds- og háskólar verður lokað þar til páskafrí tekur við og margvígsleg starfsemi sem rúmar ekki tíu manna regluna verður stöðvuð.
Að öðru leyti verða í gildi sömu reglur að og kynntar voru og tóku gildi 30. október á liðnu ári og að sögn Svandísar gáfust þá vel til að kveða niður þriðju bylgjuna hér á landi en þær helstar eru eftirfarandi:
Almennar fjöldatakmarkanir eru 10 manns.
Trú og lífsskoðunarfélög mega taka á móti 30 gestum við athafnir.
Sund og baðstaðir verða lokaðir.
Heilsu- og líkamsræktarstöðvar verða lokaðar.
Íþróttir, inni sem úti, sem krefjast meiri nálægðar en tveggja metra eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar eru óheimilar.
Sviðslistir, og sambærileg starfsemi s.s. eins og kvikmyndahús, eru óheimil.
Skemmtistaðir, krár, spilasalir og spilakassar lokaðir.
Ökunám og flugnám með kennara óheimilt.
Veitingastaðir mega hafa opið til kl. 10 á kvöldin með hámarki 20 gesti í hverju rými sem allir eru skráðir til sætis.
Vínveitingar skal bera til sitjandi viðskiptavina og heimilt er að taka á móti gestum til kl. 21.
Verslanir mega taka á móti 5 einstaklingum á hverja 102 að hámarki 50 manns og 20 starfsmenn mega vera í sama rými, tveggja metra nándarregla og
grímuskylda gildir.
Starfsemi hársnyrti- og snyrtistofa og sambærileg starfsemi verður áfram heimil.
Svandís sagði að ákvörðun hafi verið tekin um að hefja bólusetningu á ný með bóluefni Astra Zeneca sem duga mun fyrir bæði heilbrigðisstarfsfólk og þau sem eru 70 og eldri sem enn eru óbólusettir.
Sjá blaðamannafund á FB síðu Almannavarna HÉR.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.