Guðrún Ósk opnar málverkasýnginu í Listakoti Dóru
Málverkasýningin Kynvættir meðal vors verður opnuð laugardaginn 19. nóvember í sýningarsal Listakots Dóru íVatnsdalshólum í Austur-Húnavatnssýslu. Verkin á sýningunni eru máluð af Guðrúnu Ósk Aðalsteinsdóttur sem er stúdent af myndlistabraut Fjölbrautaskólan í Breiðholti en hún er frá Hvolsvelli. Þetta er hennar fyrsta einkasýning en Guðrún Ósk hefur verið viðloðandi listaheiminn frá barnsaldri og tekið þátt í sýningum og viðburðum.
Hún verður í Vatnsdalshólunum opnunarhelgina, 19. og 20. nóvember, en eftir það mun eigandi sýningarsalarins taka á móti gestum.
Þema sýningarinnar er um kynvætti sem hafa verið í þjóðsögum sem eru nánast gleymd í skjölum og geymslum. Guðrún Ósk hefur unnið við alls konar list og sköpun og er á lokasprettinum að gefa út bók sem verður fáanleg innan skamms. Hún ber nafnið Dagbók drekagyðjunnar og gerist á tímum galdra, töfra, ævintýra og fantasia. Bókin verður kynnt og seld í Listakotin Dóru um leið og hún kemur út.
Sýningin opnar sem fyrr segir næstkomandi laugardag og verður uppi til 20. desember. Opið er frá klukkan 13:00 til 18:00. Listakot Dóru er vestan Vatnsdalsár (eða Flóðsins), skammt sunnan við þjóðveg 1.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.