Guðmundur Haukur skipar efsta sæti á lista Sjálfstæðismanna og óháðra

Guðmundur Haukur. MYND AÐSEND
Guðmundur Haukur. MYND AÐSEND

Nú eru rétt um átta vikur í að sveitarstjórnarkosningar fari fram en þær verða 14. maí næstkomandi. Húnahornið segir af því að fundur var haldinn 15. mars hjá sjálfstæðismönnum og óháðum á Blönduósi og Húnavatnshreppi. Uppstillinganefnd lagði fram tillögu að framboðslista fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2022 sem var samþykkt samhljóða og skipar Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar á Blönduósi og framkvæmdastjóri, efsta sæti listans.

Annað sætið skipar Ragnhildur Haraldsdóttir, varaoddviti sveitarstjórnar og lögreglukona en í þriðja sæti er Zophonías Ari Lárusson, framkvæmdastjóri og húsasmiður. Sjá má listann hér að neðan.

D -listi Sjálfstæðismanna og óháðra

  1. Guðmundur Haukur Jakobsson, Blönduósi, forseti sveitarstjórnar og framkvæmdastjóri.
  2. Ragnhildur Haraldsdóttir, Steinholti, varaoddviti sveitarstjórnar og lögreglukona.
  3. Zophonías Ari Lárusson, Blönduósi, framkvæmdastjóri og húsasmiður.
  4. Birgir Þór Haraldsson, Kornsá, bóndi.
  5. Ásdís Ýr Arnardóttir, Blönduósi, uppeldis-og menntunarfræðingur, grunn-og framhaldsskólakennari.
  6. Jón Árni Magnússon, Steinnesi, sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi.
  7. Steinunn Hulda Magnúsdóttir, Blönduósi, íþrótta-og heilsufræðingur
  8. Arnrún Bára Finnsdóttir, Blönduósi, sveitarstjórnarfulltrúi, grunn- og framhaldsskólakennari.
  9. Höskuldur Sveinn Björnsson, Blönduósi, framkvæmdastjóri og vélvirki.
  10. Þuríður Hermannsdóttir, Akri, dýralæknir og bóndi.
  11. Kristófer Kristjánsson, Köldukinn, rafvirki.
  12. Sævar Björgvinsson, Blönduósi, verslunarstjóri
  13. Lara Margrét Jónsdóttir, Hofi, háskólanemi
  14. Ólafur Þorsteinsson, Blönduósi, vélstjóri og eldri borgari.
  15. Freyja Ólafsdóttir, Bólstaðarhlíð, grunn-og framhaldskólakennari og matreiðslumeistari.
  16. Anna Margrét Jónsdóttir, Sölvabakka, ráðunautur og bóndi
  17. Sindri Bjarnason, Neðri-Mýrum, verktaki og bóndi.
  18. Þóra Sverrisdóttir, Stóru-Giljá, sveitarstjórnarfulltrúi og rekstrarfræðingur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir