Guðmundur Haukur skipar efsta sæti á lista Sjálfstæðismanna og óháðra
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
17.03.2022
kl. 15.19
Nú eru rétt um átta vikur í að sveitarstjórnarkosningar fari fram en þær verða 14. maí næstkomandi. Húnahornið segir af því að fundur var haldinn 15. mars hjá sjálfstæðismönnum og óháðum á Blönduósi og Húnavatnshreppi. Uppstillinganefnd lagði fram tillögu að framboðslista fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2022 sem var samþykkt samhljóða og skipar Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar á Blönduósi og framkvæmdastjóri, efsta sæti listans.
Annað sætið skipar Ragnhildur Haraldsdóttir, varaoddviti sveitarstjórnar og lögreglukona en í þriðja sæti er Zophonías Ari Lárusson, framkvæmdastjóri og húsasmiður. Sjá má listann hér að neðan.
D -listi Sjálfstæðismanna og óháðra
- Guðmundur Haukur Jakobsson, Blönduósi, forseti sveitarstjórnar og framkvæmdastjóri.
- Ragnhildur Haraldsdóttir, Steinholti, varaoddviti sveitarstjórnar og lögreglukona.
- Zophonías Ari Lárusson, Blönduósi, framkvæmdastjóri og húsasmiður.
- Birgir Þór Haraldsson, Kornsá, bóndi.
- Ásdís Ýr Arnardóttir, Blönduósi, uppeldis-og menntunarfræðingur, grunn-og framhaldsskólakennari.
- Jón Árni Magnússon, Steinnesi, sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi.
- Steinunn Hulda Magnúsdóttir, Blönduósi, íþrótta-og heilsufræðingur
- Arnrún Bára Finnsdóttir, Blönduósi, sveitarstjórnarfulltrúi, grunn- og framhaldsskólakennari.
- Höskuldur Sveinn Björnsson, Blönduósi, framkvæmdastjóri og vélvirki.
- Þuríður Hermannsdóttir, Akri, dýralæknir og bóndi.
- Kristófer Kristjánsson, Köldukinn, rafvirki.
- Sævar Björgvinsson, Blönduósi, verslunarstjóri
- Lara Margrét Jónsdóttir, Hofi, háskólanemi
- Ólafur Þorsteinsson, Blönduósi, vélstjóri og eldri borgari.
- Freyja Ólafsdóttir, Bólstaðarhlíð, grunn-og framhaldskólakennari og matreiðslumeistari.
- Anna Margrét Jónsdóttir, Sölvabakka, ráðunautur og bóndi
- Sindri Bjarnason, Neðri-Mýrum, verktaki og bóndi.
- Þóra Sverrisdóttir, Stóru-Giljá, sveitarstjórnarfulltrúi og rekstrarfræðingur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.