Guðmundur Ágúst sigraði opna Hlíðarkaupsmótið
Hið árlega opna Hlíðarkaupsmót Golfklúbbs Skagafjarðar var haldið sl. laugardag á Hlíðarendavelli.
Fram kemur á vef GSS að þátttakan hafi verið einstaklega góð eða alls 55 manns frá 10 mismunandi golfklúbbum.
Veitt voru verðlaun fyrir fimm efstu sætin og fengu vinningshafar gjafabréf í Hlíðarkaup að launum.
Í 5. sæti var Una Karen Guðmundsdóttir með 40 punkta og rétt á undan einnig með 40 punkta var Magnús Gunnar Gunnarsson. Það var hart barist um 1.-3. sætin enda allir þrír keppendur með 41 punkt. Í 3. sæti endaði Andri Þór Árnason, í 2. sæti var Gestur Sigurjónsson og sigurvegari Opna Hlíðarkaupsmótsins var Guðmundur Ágúst Guðmundsson.
Það voru einnig nándarverðlaun á tveimur holum. Davíð Ingimarsson vann nándarverðlaunin á 3/12 holu og Sigríður Elín Þórðardóttir vann á 6/15. Unnu þau bæði einnig gjafabréf í Hlíðarkaup.
Mótið tókst afar vel og var veðrið frábært. Að móti loknu var vöfflukaffi í Golfskálanum í boði Hlíðarkaups.
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.