Gráþrösturinn hans Róberts Daníels prýðir forsíðu Feykis

Gráþröstur. MYND: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON
Gráþröstur. MYND: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON

Við Feykisfólk erum alveg rígmontin með myndina sem prýðir jólakveðjublaðið sem kom út nú í vikunni og erum fullviss um að fallegri mynd er ekki á nokkurri forsíðu fyrir þessi jólin. Myndina tók Blönduósingurinn Róbert Daníel Jónsson og var það auðsótt mál að fá listaverkið hans til birtingar.

Myndefnið er gráþröstur en Róbert Daníel tók myndina á Akureyri. Fram kemur í spjalli á Fésbókarsíðu hans að gráþrösturinn sé frekur og heldur stærri en þessir venjulegu þrestir sem við þekkjum flest. Þessi á myndinni situr á grein silfurreynitrés og gæðir sér á fagurrauðu berjum en ber silfurreynis þroskast síðar en reyniberin.

Í Feyki gleymdist í útgáfufárinu að merkja Róberti Daníel myndina og biðjumst við velvirðingar á því. Kappinn er klár með myndavélina á öllum tímum sólarhringsins og hefur glatt margan með frábærum náttúrumyndum og meiru til. Myndunum deilir hann með vinum sínum á Fésbók og Feykir hefur margsinnis notið góðs af.

Takk Róbert Daníel! 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir