Góður árangur hjá Grunnskóla Húnaþings vestra
Keppni í skólahreysti hófst þann 14. þessa mánaðar í Mýrinni í Garðabæ þar sem skólar af Vesturlandi og Vestfjörðum riðu á vaðið. Grunnskóli Húnaþings vestra keppti í Vesturlandsriðli ásamt átta öðrum skólum. Leikar fóru þannig að skólinn lenti í þriðja sæti með 36 stig á eftir Brekkubæjarskóla, sem var með 38 stig, og Grunnskóla Stykkishólms sem fór með sigur af hólmi í riðlinum með 38.5 stig.
Lið skólans var þannig skipað að Emil Óli Pétursson keppti í upphífingum, þar sem hann lenti í öðru sæti, og í dýfum en þar landaði hann fyrsta sætinu og sló hann skólametið í báðum greinum. Leonie Sigurlaug Friðriksdóttir keppti í armbeygjum og varð þar í fyrsta sæti og í hreystigreip sem hún náði fjórða sætinu í. Ingunn Elsa Ingadóttir og Kári Gunnarsson kepptu í hraðaþraut þar sem þau náðu 7. sætinu. Góður árangur hjá krökkunum.
Aððrir skólar á Norðurlandi keppa á Akureyri þann 29. mars n.k.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.