Góð þátttaka í Ullarþon – Enn er hægt að skrá sig
Nú hafa hátt í 100 teymi skráð sig til leiks í Ullarþonið sem hefst á morgun fimmtudaginn, 25. mars og er spenningur mikill hjá keppnishöldurum að sjá hvað kemur inn í lokaskilum en þau eru nk. mánudag. Það eru Textílmiðstöð Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem halda Ullarþon nýsköpunarkeppni, sem haldin er á netinu til að ýta undir nýsköpun og vöruþróun, auka verðmæti ullarinnar og þá sérstaklega verðminnstu ullarflokkanna.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
- Þróun á vinnslu textíls úr óunninni ull
- Blöndun annarra hráefna við ull
- Ný afurð
- Stafrænar lausnir og rekjanleiki.
Í tilkynningu frá Textílmiðstöð segir að hægt sé að taka þátt hvort heldur sem einstaklingur eða í teymi, eða mynda teymi á Facebookar síðu Ullarþonsins. Þátttakendur hafa aðgang að breiðum hóp leiðbeinenda á meðan Ullarþoninu stendur. Hægt er að skrá sig til 27. mars. Sjá HÉR
Lokaskil á hugmyndum er þann 29. mars og mun dómnefnd þá meta hugmyndir og tilkynna um miðjan apríl hver mun vera í topp 5 í hverjum flokki. Úrslit verða svo kynnt á Hönnunarmars 2021. Heildarverðmæti vinninga eru um 1.600.000 kr.
Beinar útsendingar verða frá viðburðinum verða:
Fimmtudagur 25. mars kl 16:00 Setning Ullarþons
laugardagur 27. mars kl. 13:00 Útsending - lokaskráning
sunnudagur 27. mars kl. 10:00 Markaðssetning á samfélagsmiðlum fyrir þátttakendur erindi. Zoom linkur hér. Meeting ID: 830 0155 7356
Mánudagur 29. mars kl. 13:00 Útsending - Lokaskil
„Kæru þátttakendur, leiðbeinendur, dómarar og hagaðilar, góða skemmtun og megi nýsköpunin blómstra!“ segir í tilkynningunni en nánari upplýsingar er hægt að nálgast á Facebook-síðu „Ullarþon“ eða á heimasíðu Textílmiðstöðvarinnar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.