Gamla Blöndubrúin komin í Hrútey
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Fréttir
27.06.2021
kl. 13.54
Föstudaginn 25. júní sl. var hafist handa við að færa gömlu Blöndubrúnna í Hrútey. Brúin var vígð árið 1897. Undanfarin ár, eða síðan 1962, hefur brúin verið við bæinn Steiná í Svartárdal og brúað þar Svartá. Brúin var hífð upp á vagn með gífulegum krana en brúin er engin smá smíði, tæp 30 tonn og 40 metrar að lengd.
Það var síðan í gær, 26. júní, sem að brúnni var keyrt inn á Blönduós og komið fyrir hjá Hrútey, en þar var búið að steypa nýja brúarstólpa. Brúin á að auðvelda aðgengi til muna í Hrútey. Feykir óskar Blönduósingum hjartanlega til hamingju með nýju/gömlu brúnna.
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.