Fyrsti sigur Tindastóls í Höfn

Meistaraflokkur Tindastóls lagði lið Sindra á Höfn í Hornafirði í gær og þar með er fyrsta sigri Stólanna í 2. deild karla landað á þessu leiktímabili.

Fyrsta mark leiksins kom á 43. mínútu þegar leikmaður Sindra skoraði sjálfsmark. Annað markið skoraði Alejandro Miguel Vera Carrillo Sindra í vil á 76. mínútu. Markið sem innsiglaði sigurinn skoraði Benjamin James Griffiths, leikmaður Stólanna, á 80. mínútu. Úrslit urðu 2-1.

Næsti leikur meistaraflokks karla verður gegn Ægi á Sauðárkróksvelli nk. laugardag, þann 20. júní, kl. 14:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir