Fríar sundæfingar í Íþróttaviku Evrópu

Á miðvikudaginn verður sápukúlufjör í heitapottinum fyrir almenning og sundiðkendur. Mynd: tindastoll.is/sund.
Á miðvikudaginn verður sápukúlufjör í heitapottinum fyrir almenning og sundiðkendur. Mynd: tindastoll.is/sund.

Nú stendur yfir íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) sem haldin er víðsvegar um álfuna. Í tilefni hennar stendur Sunddeild Tindastóls fyrir ýmsum viðburðum í Sundlaug Sauðárkróks, m.a. fríum sundæfingum fyrir börn og fullorðna. Markmið íþróttavikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.

 Í dag, 25. september, hefjast fríar og opnar æfingar fyrir krakka hjá sunddeildinni þar sem 1. og 2. bekkur mætir í dag og miðvikudag kl 16:20-17:00.

3. og 4. bekkur í dag  kl 17:20-18:10 og fimmtudag kl 16:20-17:10.

Og 5. til 10. bekkur æfir þrjá daga í viku, í dag, miðvikudag kl 18:20-19:20 og fimmtudag kl. 18-19.

Þann 27. september kl: 17:00 verður sápukúlufjör í heitapottinum fyrir almenning og sundiðkendur.

Dagana 27.-28. september kl: 18:30 - 20:00 verður svo boðið upp á sundnámskeið fyrir fullorðna í sundlaug Sauðárkróks.  Þjálfararnir Þorgerður Þórhallsdóttir, Eva María Sveinsdóttir og Sigurjón Þórðarson verða á staðnum.

Í tilkynningu frá sunddeildinni segir að reglubundin hreyfing sé fjárfesting til heilsu og sýnt hafi verið fram á að það er aldrei af seint að byrja að hreyfa sig. Núna er kjörið tækifæri til að skella sér í sund. Nánari upplýsingar inná  www.tindastoll.is/sund

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir