Frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra
Síðast liðinn föstudag afhenti Halldór Hreinsson fyrir hönd eigenda Brekkugötu 2 félaginu lyklavöldin að jarðhæð og kjallara húss Sigurðar Pálmasonar. Hefur félagið frjáls afnot af húsnæðinu fram til 17. júní á næsta ári og greiðir aðeins fyrir rafmagn og hita. Stjórn félagsins er afar þakklát fyrir þennan rausnarskap og stefnir að því að nýta þetta húsnæði sem best fyrir nýjungar og fjölbreyttara félagsstarf í þágu eldri borgara og samfélagsins alls þennan tíma.
Aðventukaffi. Föstudaginn 10. des kl. 13.00 til 17:00 bjóðum við í kaffi, meðlæti og spjall í þessu nýfengna húsnæði. Gaman væri að sem flestir gætu litið við og gaukað að okkur hugmyndum hvernig við getum nýtt okkur húsnæðið sem best.
Klukkan 14:00 verður söngstund með Elínborgu Sigurgeirsdóttur. Klukkan 15:00 Elvar Logi Friðriksson syngur nokkur lög. Klukkan 16:00 verður sögustund með Gunnari Rögnvaldssyni.
Ef einhverjir þurfa akstur innan Hvammstanga hringið í Jónu Halldóru í síma 660 5830. Flytjum líka fólk í hjólastólum. Allir velkomnir, en verða að gæta að sínum persónulegu sóttvörnum.
Miðvikudaginn 15. des. kl. 14:00 verður söngstund með Elínborgu og eftir það geta þeir sem vilja, gripið í spil eða handavinnu. Heitt verður á könnunni.
Fimmtudaginn 30. desember klukkan 14:00 – 16:00. Samvera, lesið m.a. úr jólabókunum, kaffi og jólasætindi.
Ef einhverjir hafa hugmyndir um starfsemi í húsinu og/eða vilja fá afnot af því vinsamlega hafið samband við Jónínu Sig í síma 895 2564.
Óskum öllum gleðilegrar aðventu
/Stjórn Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.