Flutningabílar þvera þjóðveg 1 við Hvammstangaafleggjara
„Þjóðvegur 1 er lokaður við Hvammstangaafleggjara þar sem flutningabílar þvera veg og er beðið með aðgerðir vegna veðurs,“ segir á heimasíðu Vegagerðarinnar. Vegfarendur eru beðnir um að kanna aðstæður áður en haldið er af stað í ferðalag. Holtavörðuheiði er opin en hálka og skafrenningur er á heiðinni og Þverárfjall ófært vegna veðurs.
Siglufjarðarvegur er lokaður vegna snjóflóðahættu og er hættustig er í gildi. Þæfingsfærð er á Öxnadalsheiði og unnið að mokstri. Flutningabíll er fastur á heiðinni og komast minni bílar framhjá en ekki stærri bílar, eftir því sem kemur fram á vef Vegagerðarinnar.
Þæfingsfærð er víða í Eyjafirði en annars hálka eða snjóþekja víðast hvar á vegum, skafrenningur og slæmt skyggni. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi í Ólafsfjarðarmúla og Víkurskarð er lokað vegna snjóa.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.