Fimleikafjör í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki
Evrópumeistarar Gerplu í hópfimleikum heimsóttu Sauðárkrók í gær þar sem stúlkurnar sýndu glæsilega takta í fimleikum og buðu svo krökkum í kennslu í kjölfarið. Óhætt er að segja að þeir krakkar sem lögðu leið sína í Íþróttahúsið skemmtu sér konunglega og þóttu aldeilis ekki slæmt að njóta leiðsagnar frá sjálfum Evrópumeisturunum.
Mun þetta hafa verið í þriðja sinn sem fimleikahópur Gerplu heimsótti Skagafjörð en heimsóknin er liður í Fimleikahringnum sem er samstarfsverkefni Íþróttafélagsins Gerplu, UMFÍ og Olís. Tilgangur Fimleikahringsins er að kynna hópfimleika fyrir landsbyggðinni og vekja athygli á Ungmennalandsmóti UMFÍ um Verslunarmannahelgina.
Hér má sjá myndir frá fimleikafjörinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.