Fannfergi á Hólum
Mikið fannfergi er nú á Hólum í Hjaltadal eftir stórhríð síðustu daga en einn íbúi á Hólum taldi að snjófljóð hafi fallið úr Hólabyrðu í gær. „Það heyrðust bara svakalegar drunur hérna niður í byggð. En maður sér ekki neitt. Það snjóar ennþá. Þetta var eftir jarðskjálftann sem drunurnar heyrðust þannig að þetta hefur ekki verið jarðskjálftinn áðan,“ sagði Heiða Björk Jóhannsdóttir í samtali við Mbl.is í gær.
Hjaltadalinn sagði hún vera ófærann og að þar væri að a.m.k. 100-120 sm jafnfallinn sjór. „Það reyndi mokstursbíll að koma í gær en hann fór út af og sat fastur sitt á hvað þannig að þeir gáfust upp fyrir hádegi í gær að moka þannig að hér situr fólk bara fast,“ sagði Heiða Björk.
Heiða Björk sendi Feyki nokkrar myndir en sjón er sögu ríkari.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.