Eyþór Jón ráðinn mótsstjóri LM 2016
Samkvæmt fréttatilkynningu frá Landssambandi hestamannafélaga hefur nú verið ráðinn mótsstjóri Landsmót hestamanna sem haldið verður á Hólum í Hjaltadal sumarið 2016. Fyrir valin varð Eyþór Jón Gíslason stjórnarmeðlimur Landssambands hestamannafélaga.
Eyþór Jón Gíslason er Dalamaður, búsettur í Búðardal og félagi í hestamannafélaginu Glað. Hann starfar sem rekstrarstjóri á Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns í Búðardal ásamt því að vera starfandi sjúkraflutningamaður á svæðinu, eins og fram kemur í fréttatilkynningunni.
Eyþór hefur verið í sveitarstjórn Dalabyggðar um árabil og gengt ýmsum störfum fyrir sveitarfélagið. Hann hefur verið í framkvæmdarstjórn Fjórðungsmóts Vesturlands síðustu fjögur fjórðungsmót og hefur einnig starfað á fjórum síðustu landsmótum.
Eyþór stundar hrossarækt með föður sínum og hjá þeim eru að fæðast um fimm folöld á ári. Sambýliskona Eyþórs er Svala Svavarsdóttir, segir að lokum í fréttatilkynningunni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.