Darrel Keith Lewis á leið til Þórs Akureyri
Sagt var frá því í gærkvöldi á Visir.is að Darrel Keith Lewis, hafi ákveðið að fara frá Tindastóli og yfir til Þórs Akureyri. Stuttu seinna var það svo staðfest á heimasíðu Þórs.
Darrel, sem er með íslenskan ríkisborgararétt, er 40 ára og því gríðarlega reynslumikill körfuboltamaður. Hann hóf feril sinn í íslenska körfuboltanum með Grindavík árið 2002 og lék hann með þeim til 2005. Fór hann þá af landi brott en sneri aftur til landsins árið 2012 er hann gekk til liðs við Keflavík og lék hann með þeim eitt tímabil. Darrel gekk til liðs við Tindastól sumarið 2014 og hefur hann spilað við góðan orðstír þar síðustu tvö árin.
Á síðasta tímabili var hann með 19,5 stig að meðaltali í leik, en 5,9 fráköst og 4,1 stoðsendingar að meðaltali fyrir Tindastól og því víst að um nokkuð stóra sneið er um að ræða fyrir Tindastól.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.