Covid tölur rjúka upp

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra nú í morgun má sjá að Civid-smituðum á Norðurlandi vestra fjölgar sem aldrei fyrr. Alls eru 198 manns í einangrun í umdæminu, flestir á Sauðárkróki þar sem nær helmingur hinna smituðu dvelja.

Í nær öllum póstnúmerum svæðisins fjölgar smituðum, en á Hofsósi fækkar um þann eina sem skráður var þann 17. og eru því aðeins tvö svæði frí en hitt er í Hrútafirðinum póstnúmer 500. Á Hvammstanga og í Fljótum standa smittölur í stað milli daga hvar tveit sæta einangrun á hvorum stað.

Alls eru 98 manns í einangrun á Króknum, 30 á Skagaströnd, 17 í dreifbýli Varmahlíðar, 15 á Blönduósi og 12 í dreifbýli Sauðárkróks og annars staðar minna ens og sjá má á meðfylgjandi mynd sem fengin er af Facebokk-síðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir