Brúarstæðið á Laxá í Refasveit í landi Kollugerðis sem tilheyrir nú Syðra-Hóli
Brúarstæðið er litlu neðar en gamla Lestavaðið sem var alfaraleið fyrir tíma allrar brúagerðar. Gamla brúin sunnan við Syðra-Hól við svonefndan Rana var í notkun fram yfir 1970 í miklum halla og með erfiða aðkomu og illfær í snjóum og hálku. Mikill farartálmi á vetrum. „Nýja brúin“ er litlu austar gríðarlega há einbreið og með miklum halla til norðurs.
Mörgum þótti þetta misheppnað mannvirki en flestir hafa varann á sér er þeir fara um þessa brú sem enn er í notkun. Brúarstæðið við Lestavaðið þótti á sínum tíma allt of dýrt enda mikil veglagning sem því fylgir. Nú eru breyttir tímar. Fyrir röskum 30 árum stóð valið á milli hafnargerðar á Blönduósi og nýs vegar til Skagastrandar um Blöndubakka með verulegri vegstyttingu milli staðanna. Hugmyndafræðin var öflug höfn á Skagaströnd og atvinnuskapandi úrvinnsla sjávarafla meðal annars á Blönduósi. Höfnin á Blönduósi var byggð en veglagningin beið í rösk 30 ár. Nú hillir undir nýjan veg.
/Hörður Ingimarsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.