Bláturnablús Gillons á vínyl

Mynd á umslagi: Óli Þór Ólafsson
Mynd á umslagi: Óli Þór Ólafsson

Út er komin á vínyl 5. breiðskífa Gillons (Gísla Þórs Ólafssonar), Bláturnablús. Platan var tekin upp í Stúdíó Benmen undir handleiðslu Sigfúsar Arnars Benediktssonar 2020-2021 og gefin út rafrænt þann 22. febrúar síðastliðinn.

Gísli segir að lagt hafi verið upp með það í byrjun að gefa út rafrænt og á vínyl og komu fyrstu vínyleintökin í Plötubúðina (plotubudin.is) þann 23. maí síðastliðinn. Er þetta í fyrsta skiptið sem Gillon gefur út rafrænt og á vínyl, en hans fyrri breiðskífur komu út á geisladiskum.

Þeir Gísli og Sigfús sáu um allan hljóðfæraleik á plötunni, en þau Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir og Eysteinn Ívar Guðbrandsson eru í bakraddakór í lokalagi plötunnar.

Hægt er að panta plötuna í Plötubúðinni, en einnig hjá Gísla sjálfum í netfangið thorgillon@gmail.com eða í einkaskilaboðum á Facebook. Boðið er upp á heimagerða geisladiska í kaupbæti fyrir þá sem það vilja.

Hlekkur á Spotify: https://open.spotify.com/album/12sZ547mbQl4i2JDz4k50g?si=XWD1bfHwS4yi4d3qMAQiFw
Hlekkur á Youtube: https://www.youtube.com/watch?v=vxJT0LvI17U&list=OLAK5uy_mvnyPdZjktstbLQ7SPbhhz_bmNfaF0at0

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir