Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði óvirk vegna nágrannaerja
Skemma Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði hefur verið girt af með bifreiðum og vinnuvélum þannig að ekki er hægt að koma búnaði sveitarinnar út ef á þarf að halda. Valgeir Sigurðsson sá er lokaði leið sveitarinnar, segir björgunarsveitina ekki lokaða inni með búnaðinn, þar sem hægt væri að nota austurdyr á skemmu sveitarinnar. Sú leið hefur þó ekki verið notuð fram til þessa.
Á netmiðlinum Trölla.is segir að nágranni Stráka, Valgeir Sigurðsson hafi girt lóðina af og segist vera í fullum rétti til þess, því hann eigi lóðina þar sem aðkeyrsla Björgunarsveitarinnar er að tækjaskemmunni. Ef hann eigi að opna verði menn að koma að máli við hann og semja.
Björgunarsveitarmenn tóku það til bragðs að fá verktaka til að saga í sundur steyptan vegg til að opna leið fyrir þá út af planinu til norðurs en þangað til sú gata verður greið komast því tæki björgunarsveitarinnar hvergi ef á þarf að halda.
Valgeir Sigurðsson tjáði Trölla.is að engin hafi spurt hann um leyfi í gegnum árin hvort megi keyra yfir lóð hans og nú sé kominn tími til að verði samið við hann og að hann fái greitt fyrir aðstöðuna. Nú sé kominn tími til að koma “skikk” á málið.
Sjá frétt Trölla HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.