Bjartmar treður upp í Sjávarborg

Mynd af Facebook-síðu Bjartmars.
Mynd af Facebook-síðu Bjartmars.

Það er ekki ólíklegt að skellt verði í einn Kótilettukarl eða Sumarliða þegar Bjartmar Guðlaugsson treður upp í Sjávarborg á Hvammstanga laugardagskvöldið 12. nóvember.

Bjartmar, sem varð sjötugur á árinu, er einhver mesti lummumeistari landsins og er það þá meint á jákvæðan máta. Lögin liggja eins og klístur á heilum landsmanna og endalausir gullfrasar hafa runnið úr hans ranni áratugum saman.

Reikna má með að kappinn einhendist í sín þekktustu lög og kennir þar margra grasa: Súrmjólk í hádeginu og Cheerios á kvöldin, Týnda kynslóðin þar sem mamma beyglar alltaf munninn, Fimmtán ára á föstu, Sumarliði er fullur, Ég er ekki alki, Hippinn (Kótilettukarl), Negril, Járnkarlinn og hið elskaða Þannig týnist tíminn.

Tónleikarnir hefjast kl. 22 og aðgangseyrir er kr. 4.000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir