Beðist er velvirðingar á endalausum Fjölni
Fermingarblað Feykis ætti nú að vera komið til flestra lesenda og vonandi er fólk sátt með blaðið. Að þessu sinni er þó beðist velvirðingar á því að bókaþátturinn sem séra Fjölnir svaraði af brakandi snilld varð pínu endasleppur og hafa fáeinir lesendur gert athugasemd af þessu tilefni.
Það var þó ekki mikið sem vantaði upp á textann, í raun aðeins ein lína, en einhver hélt jafnvel að það vantaði hálft viðtalið. Svo var ekki. Þegar síðustu leiðréttingar voru færðar til bókar eftir yfirlestur datt síðasta lína viðtalsins út en þar sagði: „...-ið,“ sagði Fjölnir að lokum.“
Setningin í heild átti því að vera svona: „Gjafirnar hafa eitthvað breyst, hljómtækjasamstæður og Parker pennar sjást lítið núorðið,“ sagði Fjölnir að lokum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.