Bændurnir á Kúskerpi í fyrsta þætti Sveitalífs
Sjónvarpsstöðin N4 frumsýndi þáttinn Sveitalífið á miðvikudag og voru bændurnir á Kúskerpi sem fengu þann heiður að vera viðmælendur í fyrsta þætti. Sagt er frá fjósbyggingum, tæknibreytingum, upphaf ævintýrisins við byggðalínuna þar sem heimasætan fann ástina fyrir 50 árum.
Í tilkynningu frá N4 segir að áhorfendur fái að kynnast því hvernig daglegt líf bænda sem elska vinnuna sína og skepnurnar er í raun og veru.
„Lífið í sveitinni er ekki bara lömb í haga og sumarkvöld við heyskap. Bændur hafa líka nóg að gera á veturna. Við á N4 keyrum af stað með nýja þætti sem heita Sveitalífið þar sem Rakel Hinriks og Nunni Konn tökumaður bregða sér á bæi og rabba við bændur að störfum.“
HÉR er hægt að nálgast þáttinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.