Árskóli settur á morgun
Nú fer nýr kafli að hefjast í skólamálum á Sauðárkróki þegar skólastarf Árskóla verður nú í fyrsta sinn undir sama þaki en skólinn verður settur á morgun. Í morgun var matsalurinn nýi vígður er starfsfólk skólans, iðnaðar- og tæknimenn sem komið hafa að verkefninu sem og fólk frá Sveitarfélaginu Skagafirði, drakk saman kaffi og snæddu dýrindis tertur o.fl. góðgæti.
Óskar G. Björnsson skólastjóri segir að með þessum áfanga verði öll aðstaða nemenda og starfsfólks miklu betri og leiðarljósið að byggingin henti fyrir sveigjanlegt skólastarf og skóla framtíðarinnar.
-Við erum afar sátt við þessar breytingar og hvernig til hefur tekist. Og við vonum að haldið verði áfram með lokaáfangann og skólinn verði þá fullbúinn með verkgreinastofum, tónlistarskóla, hátíðarsal og skólavistun, segir Óskar.
Á morgun verður skólinn settur en fjórðubekkingar munu mæta fyrstir í skólann þar sem þeirra athöfn fer fram klukkan 10, en á vef skólans má sjá hvenær aðrir eiga að mæta.
.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.