Arnþór Freyr úr spænska boltanum til Stólanna

Arnþór Freyr Guðmundsson mun leika með Tindastóli næstu leiktíð en stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls gekk nýverið frá samningi við leikmanninn. „Það er gríðarlega jákvætt fyrir félagið að jafn öflugur leikmaður og Arnþór skuli semja við félagið,“ sagði Stefán Jónsson formaður körfuknattleiksdeildarinnar í samtali við Feyki.

Að sögn Stefáns hefur hinn 24 ára gamli Arnþór Freyr sýnt það undanfarin ár að hann eigi heima á meðal þeirra bestu í Domino´s deildinni.

Arnþór Freyr lék 18 leiki á síðasta tímabili fyrir Fjölni, þar sem hann var fastur byrjunarliðsmaður, og skoraði 15,8 stig  að meðaltali. Eftir áramótin hélt hann út fyrir landssteinanna, gekk til liðs við Alcazar Basket í spænsku 2. deildinni og lék þar að meðaltali 13 mínútur í leik.

„Hann er gríðarlegur fengur fyrir félagið enda þótt Arnþór sé ungur að árum er hann reyndur leikmaður,“ sagði Stefán.

Áfram Tindastóll!

https://youtu.be/hd26McDf7uA

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir