Alhvít jörð á Hvammstanga
Snjó hefur kyngt niður víða á Norðurlandi vestra og er t.d. allt hvítt á Hvammstanga eins og meðfylgjandi myndir sem Anna Scheving tók í morgun sýna. Snjórinn gæti aukist næstu daga en Veðurstofan spáir norðaustan 8-15 og él síðdegis og norðaustan 5-10 á morgun og dálítilli él en úrkomulitlu undir kvöld. Hiti 0 til 4 stig en um frostmark í nótt.
Á laugardag:
Norðan og norðaustan 8-13 en 5-10 NA-til. Dálítil él um landið N-vert, en þurrt og bjart að mestu sunnan- og vestanlands. Hiti breytist lítið.
Á sunnudag:
Norðan 8-13 m/s. Él eða snjókoma um landið norðanvert en léttskýjað syðra. Víða vægt frost inn til landsins en hiti 0 til 4 stig við ströndina.
Á mánudag:
Norðlæg átt, 5-13 m/s, hvassast við A-ströndina. Él nyrðra, en yfirleitt léttskýjað sunnantil. Kalt í veðri.
Á þriðjudag:
Austlæg eða norðaustlæg átt, lítilsháttar él fyrir norðan annars skýjað með köflum eða léttskýjað og kalt í veðri.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir norðaustanátt með ofankomu við S-ströndina annars bjartviðri og köldu veðri.
.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.