480 skammtar af Pfizer bóluefninu á Norðurland

Í vikunni er von á 480 skömmtum af Pfizer bóluefninu á Norðurland sem nýtt verður hjá HSN til að bólusetja seinni bólusetningu hjá þeim sem fengu bóluefni 2. og 9. mars. Þá verða einnig starfsmenn sem eftir eru inni á hjúkrunar og dvalardeildum og aðrir heilbrigðisstarfstarfsmenn sem eru inni á heilbrigðistofnunum bólusettir. Einnig er gert ráð fyrir því að byrja með bólusetningar á slökkviliðsmönnum og standa vonir til þær klárist í vikunni eftir páska.

„Við biðjum fólk vinsamlegast að hringja ekki inn á heilsugæslustöðvar HSN vegna fyrirspurna um bóluefni. Treysta verður því sem sóttvarnarlæknir boðar og bendum við á upplýsingar sem finna má á síðum Embætti landlæknis og lyfjastofnunar. Ef fólk ákveður að þiggja ekki ákveðið bóluefni þá fer það aftast í röðina,“ segir í frétt á heimasíðu stofnunarinnar.

Á heilsugæslum HSN á Norðurlandi, utan Akureyrar, mun fólk í árgöngum 1942-1948 og fyrrgreindum hópum fá boð í bólusetningu annaðhvort með sms skilaboðum eða með símtali þar sem tími og staðsetning kemur fram.

Á Akureyri fer fram bólusetning þeirra sem ekki hafið bólusetningu í árgöngum fram þriðjudaginn 30. mars. Boð munum berast nú um helgina með sms skilaboðum. Fólk sem fætt er í þessum árgöngum og hefur ekki farsíma og fær því ekki boð með sms er beðið um að mæta í bólusetningu á slökkvistöðina 30. mars milli kl. 9-13.

Sjá nánar HÉR

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir