17,2 milljarðar í framlög vegna þjónustu við fatlað fólk árið 2021
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endanlegt skiptihlutfall vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2021. Áður hafa verið gefnar út tvær áætlanir fyrir árið. Áætlað er framlög ársins 2021 nemi rúmum 17,2 milljörðum króna.
Á heimasíðu stjórnarráðsins kemur fram að breytingar sem verða á skiptihlutfalli frá annarri áætlun séu til komnar vegna nýliðunar, endurmats og öðrum minni uppfærslum á undirliggjandi gögnum. Nýsamþykkt og endanlegt skiptihlutfall byggir því á uppfærðum tölum og endurspeglar betur þann kostnað og þá þjónustu sem þjónustusvæðin veita.
Endanlegt framlag Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk 2021 til málaflokksins á Norðurlandi vestra verður samkvæmt þessu kr. 501.504.
Sjá nánar HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.