Vilja ráða ungt fólk í sumarbúðirnar í Háholti
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
02.06.2020
kl. 09.30
Í Háholti í Skagafirði er nú unnið að því hörðum höndum að koma húsnæðinu í stand sem fyrst þar sem ætlunin er að starfrækja sumarbúðir fyrir ungmenni með ADHD og eða einhverfu eins og Feykir greindi frá í síðustu viku. Þar sem stefnt er að því að fyrstu gestirnir komi um miðjan mánuðinn er leitað að áhugasömu starfsfólki. Feykir hafði samband við Margréti Völu Marteinsdóttur, forstöðukonu Reykjadal, sem rekið hefur sumar- og helgardvalarstað fyrir börn og ungmenni með fötlun, og forvitnaðist um þá starfsemi sem fyrirhuguð er í Háholti.
Meira