Viðaukasamningur við Sóknaráætlun undirritaður
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
02.07.2020
kl. 10.41
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, undirrituðu á dögunum viðaukasamning við Sóknaráætlun Norðurlands vestra en ákveðið var í fjáraukalögum, sem samþykkt voru þann 30. mars sl., að veita viðbótarfjármagni til sóknaráætlana landshlutanna til að sporna við áhrifum Covid-19 á landsbyggðinni. Fjárhæðin sem veitt var til viðbótar nemur 200 milljónum króna og koma 26 milljónir í hlut Norðurlands vestra.
Meira