A-Húnavatnssýsla

Óbreyttar sóttvarnaráðstafanir til 9. desember

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildandi reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi óbreyttar til miðvikudagsins 9. desember næstkomandi. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að þetta sé gert í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis sem ræður gegn því að slaka á sóttvörnum núna vegna þess hvernig faraldurinn hefur þróast síðustu daga.
Meira

Framúrskarandi verkefni á Norðurlandi vestra

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra óska eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra á árinu 2020. Á vef SSNV kemur fram að áætlað sé að veita viðurkenninguna í annað sinn á úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra í upphafi næsta árs.
Meira

COVID-19: Forgangsröðun vegna bólusetningar

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna COVID-19 en tilgangur reglugerðarinnar er að ákveða forgangsröðunina á grundvelli málefnalegra sjónarmiða og með eins miklum fyrirsjáanleika og mögulegt er. Á heimasíðu stjórnarráðsins kemur fram að við smíði reglugerðarinnar hafi verið horft til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðis­málastofnunarinnar um forgangsröðun við bólusetningu vegna COVID-19 og sjónarmiða sem fram hafa komið í sambærilegri vinnu hjá nágrannaþjóðum.
Meira

Jólalag dagsins – Haltu utan um mig

Jæja þar sem 1. desember er mættur er komið að því að jólalögin fái spilun á Feyki.is. Við byrjum á Króksaranum Sverri Bergmann sem syngur glænýtt jólalag með Jóhönnu Guðrúnu en hún sendi frá sér plötu á dögunum sem ber heitið Jól með Jóhönnu.
Meira

Fólk hvatt til að útbúa mannlegar jólakúlur fyrir hátíðirnar

Átta greindust með kórónuveiruna innanlands sl. sólarhring, allir staðsettir á höfuðborgarsvæðinu utan eins, fimm af þeim voru ekki í sóttkví. Alls eru 187 í einangrun, 716 í sóttkví, 41 á sjúkrahúsi, tveir á gjörgæslu á öndunarvél samkvæmt tölum á Covid.is. Á Norðurlandi vestra er enn tómur listi þar sem enginn er skráður í einangrun né í sóttkví.
Meira

Stöndum saman í Covid - Áskorandinn Anton Scheel Birgisson

Það er vissulega áhugavert að vera í háskólanámi í nýju landi með nýju tungumáli. Það tekur tíma að koma sér inn í hluti, fá kennitölu og rafrænan aðgang að gögnum sem skipta í samskiptum við hið opinbera. Málið er hins vegar töluvert flóknara þegar heimsfaraldur dynur yfir og það er sagt að Daninn taki sér tíma í allt, en það hugtak er ansi teygjanlegt.
Meira

Ungmenni, hreyfing og lýðheilsuhallir

Á Covid tímum er sannarlega ástæða til að beina athyglinni að málefnum barna og ungmenna. Mikilvægt er að gefa því gaum hvernig þessi hópur í samfélaginu tekst á við gjörbreyttar og óvæntar aðstæður og leita leiða til að draga úr áhrifum og afleiðingum af skertu frelsi og jafnvel einangrun.
Meira

500 milljónir í Bjargráðasjóð vegna óvenju mikilla kal- og girðingatjóna

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur tryggt aukið fjármagn til Bjargráðasjóðs vegna óvenju mikilla kal- og girðingatjóna síðasta vetur. Veitt verður 500 milljónum aukalega í sjóðinn á árinu 2020.
Meira

Bjart framundan hjá Pure Natura

Pure Natura var stofnað 2015 og framleiðir svökölluð fæðuunnin bætiefni eða bætiefni sem unnin eru úr raunverulegum mat. „Við nýtum næringaþéttustu fæðu sem fyrirfinnst, innmat úr íslenskum lömbum, eins og lifur, hjörtu, nýru, eistu og þess háttar, en auk þess nýtum við einnig heilsujurtir í vörurnar til að styðja enn frekar við virkni þeirra. Það þekkja t.d. allir lýsi og þá eiginleika sem það inniheldur, en lýsi er einmitt líka unnið úr innmat – bara innmat úr þorski en ekki lambi,“ segir Hildur Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Pure Natura, í samtali við Feyki. Hildur er M.Sc. í fjármálum og alþjóðaviðskiptum frá Árósaháskóla en starfaði áður sem atvinnuráðgjafi hjá SSNV. Hún er búsett á Ríp í Hegranesi.
Meira

Viðhorf fólks gagnvart torfhúsaarfi þjóðarinnar - Vísindi og grautur

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum hafa undanfarna vetur haldið fyrirlestraröð undir heitinu Vísindi og grautur. Vegna Covid-19 hefur þessi fyrirlestraröð verið flutt á netið í vetur og verður því aðgengileg öllum áhugasömum. Annað erindi vetrarins verður haldið miðvikudaginn 2. desember næstkomandi. Í tilkynningu frá ferðamáladeild segir að í erindinu muni Sigríður Sigurðardóttir fjalla um niðurstöður rannsóknar um viðhorf fólks gagnvart torfhúsaarfi þjóðarinnar, hvaða sess torhús hafa í hugum heimamanna og viðbrögð erlendra gesta gagnvart þeim.
Meira