A-Húnavatnssýsla

Tilslakanir á sóttvarnaráðstöfunum frá fimmtudegi

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti fyrir stundu um breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi næstkomandi fimmtudag og munu gilda í rúmar fjórar vikur eða til 12. janúar. Áfram verða tíu manna fjöldatakmörk víðast hvar, þó með nokkrum undantekningum.
Meira

Strandir 1918 - Ferðalag til fortíðar

Út er komin bókin Strandir 1918: Ferðalag til fortíðar en það eru Sauðfjársetur á Ströndum og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Ströndum - Þjóðfræðistofa sem gefa hana út. Ritstjóri er Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur, en hún er einnig höfundur greinar í bókinni.
Meira

Nýtt litakóðunarkerfi kynnt

Nýtt litakóðunarkerfi vegna Covid-19 var kynnt á fundi almannavarna og Embættis landlæknis í morgun. Nýja kerfið tók gildi í morgun og er það byggt á litum líkt og veðurviðvörunarkerfi Veðurstofunnar. Kerfið gerir ekki ráð fyrir að sam­komutak­mörk verði rýmkuð meira en í 100 manns meðan á far­aldr­in­um stend­ur og einnig er tveggja metra reglan í gildi inn­an allra litakóða. Um er að ræða fjóra flokka: gráan, gulan, appelsínugulan og rauðan, og er rautt ástand í gildi á landinu þessa dagana.
Meira

Varaafl bætt víða um land

Varaafl hefur verið bætt á 68 fjarskiptastöðum um land allt í fyrri áfanga við umfangsmiklar endurbætur á fjarskiptastöðum. Tilgangurinn er að efla rekstraröryggi í fjarskiptum eftir mikil óveður sem gengu yfir landið í desember 2019. Settar hafa verið upp 32 nýjar fastar vararafstöðvar, rafgeymum bætt við á tíu lykilskiptistöðvum fjarskipta, tenglar fyrir færanlegar rafstöðvar settir upp á 26 stöðum, ljósleiðaratengingum fjölgað og ýmsar endurbætur gerðar á öðrum stöðum.
Meira

Nám er tækifæri

Kófið hefur mikil áhrif á skólastarf í landinu. Á Bifröst hefur skólalífið verið í nokkuð föstum skorðum enda byggir skólinn á fjarnámi og allt frá fyrsta degi má segja að hann hafi verið Kóvíd klár. Þó þurfti að fresta námskeiðinu Mætti kvenna sem notið hefur mikilla vinsælda síðustu ár.
Meira

Ýmislegt í boði frá Stórhóli í Lýtingsstaðahreppi

Það eru allmargir smáframleiðendur sem hafa verið að bjóða upp á afurð í verkefninu Smáframleiðendur á ferðinni en það er verkefni þar sem framleiðendur geta verið með vörur sínar til sölu í sendibíl sem ferðast um Norðurland vestra á tilteknum tímum á tilteknum stöðum.
Meira

Maður ársins á Norðurlandi vestra - Feykir auglýsir eftir tilnefningum

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Sigurður Hansen á Kringlumýri var kjörinn maður ársins fyrir árið 2019 en nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2020.
Meira

Föstudagspizza, stokkandarbringa og melónusalat

Matgæðingar í tbl 42 voru þau Ólöf Rún Skúladóttir og Hartmann Bragi Stefánsson. Þau búa ásamt eins og hálfs ára syni þeirra, Hirti Þór, á Sólbakka II. Þau eru nýlega flutt aftur heim eftir nám og eru nú komin inn í búskapinn á Sólbakka með foreldrum Ólafar. Hartmann er menntaður pípari og búfræðingur, vinnur nú að mestu leyti við búið, en Ólöf, sem er lærður landfræðingur og búfræðingur, hóf nýlega starf á leikskólanum Ásgarði á Hvammstanga.
Meira

Litakóðunarkerfi vegna Covid-19 tekið upp

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og Embættis landlæknis að COVID-19 viðvörunarkerfi sem byggir á litum líkt og veðurviðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands.
Meira

Húnavatnshreppur auglýsir styrki vegna viðburða og verkefna

Húnavatnshreppur hefur ákveðið að gefa félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum tækifæri til að sækja um styrki vegna viðburða eða verkefna sem samræmast hlutverki sveitarfélagsins eða eru í samræmi við stefnu þess og áherslur, vegna fjárhagsársins 2021.
Meira