A-Húnavatnssýsla

Fólk hvatt til að fresta för ef kostur er

Vegagerðin hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hún hvetur almenning sem hyggur á ferðalög milli Borgarness og Akureyrar til að fresta för. Er það gert vegna bikblæðinganna sem eru víða á leiðinni og hafa valdið miklum skemmdum á bifreiðum og slysahættu.
Meira

Miklar hitasveiflur orsök tjörublæðinga

Tjörublæðingar eins og þær sem nú eru í stórum stíl á veginum frá Borgarfirði norður í Skagafjörð koma í kjölfar mikilla sveifla í hitafari síðustu daga. Blæðingar eru alþjóðlega þekktar en miklar hitasveiflur á skömmum tíma eins og oft einkennir íslenskt veðurfar gerir bikblæðingar af þessu tagi algengari hér en víða annars staðar. Þetta segir í frétt á vef Vegagerðarinnar frá því í morgun.
Meira

Jólaferð smáframleiðenda

Bíll smáframleiðenda verður á ferðinni um Norðurland vestra þessa vikuna með viðkomu á níu stöðum allt frá Borðeyri og austur í Fljót. Smáframleiðendur, í samstarfi við Vörusmiðjuna BioPol á Skagaströnd, hafa verið á ferðinni um svæðið reglulega frá því í sumar og óhætt er að segja að þessi nýstárlegi verslunarmáti hafi mælst vel fyrir meðal íbúa enda er vöruúrvalið ótrúlega fjölbreytt.
Meira

Mikið tjón á bifreiðum vegna blæðinga í malbiki

Lögreglan á Norðurlandi vestra varar við miklum tjörublæðingum á vegarkaflanum úr Borgarfirði og norður um land. Tilkynnt hefur verið um tjón á bifreiðum og segir í tilkynningu lögreglunnar að eitt umferðaróhapp megi rekja til þessara aðstæðna sem valda því að tjaran sest í munstur hjólbarðanna og aksturshæfni þeirra skerðist. Þá skapast einnig hætta af steinkasti frá bifreiðum sem á móti koma. Ökumenn eru því beðnir að hafa varann á, fylgjast með hjólbörðum bifreiða sinna og og jafnframt að sýna annarri umferð tillitssemi.
Meira

Atvinnuleysisbætur hækka frá áramótum

Atvinnuleysisbætur munu hækka þann 1. janúar næstkomandi en Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur undirritað reglugerð þess efnis og tekur hún gildi 1. janúar 2021.
Meira

Varað við tjörublæðingum í malbiki

Vegagerðin varar við verulegum tjörublæðingum í malbiki á vegum í Borgarfirði, Húnavatnssýslum og í Skagafirði. Eru ökumenn því hvattir til að hægja vel á sér þegar þeir mæta öðrum bílum þar sem hætta getur skapast af steinkasti.
Meira

Tveir í einangrun á Norðurlandi vestra

Fjögur ný kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og voru allir einstaklingarnir í sóttkví við greiningu. Tveir þeirra greind­ust við sótt­kví­ar­skimun og tveir við ein­kenna­skimun. All­ir voru í sótt­kví við grein­ingu. Alls voru tek­in 392 sýni inn­an­lands í gær og 619 sýni voru tek­in á landa­mær­un­um.
Meira

Tilkynning frá kjörstjórn Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi!

Í Norðvesturkjördæmi fer fram póstkosning um val á framboðslista Framsóknarflokksins, samkvæmt reglum flokksins þar um. Framboðsfrestur til þátttöku í póstkostningunni rennur út þriðjudaginn 17. janúar 2021, kl. 12:00 á hádegi. Kjörskrá verður gerð samkvæmt félagatali 2. janúar 2021.
Meira

Reiknar með að flest fyrirtækin nái að þreyja þorrann

Í frétt á rúv.is segir frá því að framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, Arnheiður Jóhannesdóttir, telji að meirihluti fyrirtækja í ferðaþjónustu á Norðurlandi muni lifa Covid-faraldurinn af. Fleiri nái að þreyja þorrann en reiknað var með. Þá sé ferðaþjónustan á landsbyggðinni almennt með litlar skuldbindingar fyrir veturinn og ferðaþjónustuaðilar vanir að þurfa að bíða af sér tekjulitla mánuði.
Meira

Listagjöf um land allt

Íbúum um allt land býðst að njóta listagjafar helgina 19.-20. desember næstkomandi. Listafólk í fremstu röð mun þá sækja fólk heim og flytja stutta listgjörninga, tónlist, ljóðlist, sirkusatriði eða dans sem gefendur geta pantað fyrir ástvini í gegnum vefinn. Einnig verður boðið upp á rafrænar listagjafir til þeirra sem geta ekki tekið á móti gjöf í eigin persónu vegna sóttvarnatilmæla eða staðsetningar. Gjöfin er án endurgjalds en takmarkast við eina pöntun á mann.
Meira