A-Húnavatnssýsla

Síðasta tölublað Feykis á árinu er komið út

Síðasta tölublað Feykis á þessu ári kom út í gær og kennir þar margra grasa að vanda. Blaðið er 32 blaðsíður og í því er að finna fjöldann allan af jólakveðjum frá fyrirtækjum og félagasamtökum til íbúa Norðurlands vestra.
Meira

Síðustu forvöð að panta listagjöf

Umsóknarfrestur til að panta Listagjöf fyrir ástvin rennur út á miðnætti í kvöld, 17. desember. Listagjöf er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis og Listahátíðar í Reykjavík og kemur í framhaldi af viðbragðsverkefni þeirra, Listagjöf, sem vakti mikla lukku í Reykjavíkurborg í byrjun nóvember. Áætlað er að hið minnsta 100 listamenn muni að þessu sinni dreifa allt að 750 listagjöfum á tugi áfangastaða um land allt.
Meira

Fjárhagsáætlun Blönduósbæjar samþykkt

Fjárhagsáætlun Blönduósbæjar fyrir árið 2021, ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2022-2024, var samþykkt á fundi sveitarstjórnar sl. þriðjudag. Í fjárhagsáætlun er áætlað að heildartekjur á næsta ári verði 1.283 milljónir króna og rekstrargjöld verði 1.322 milljónir og rekstur fyrir fjármagnsliði verði því neikvæður um 39 milljónir króna. Fjármagnsliðir eru áætlaðir 57 milljónir 2021, en voru 45 milljónir 2019.
Meira

Stytting vinnuviku eykur lífsgæði og hamingju

Íslenskur vinnumarkaður hefur gjörbreyst frá því sem áður var. Tækniframfarir hafa verið gríðarmiklar undanfarna áratugi og fjölbreytni starfa er mikil. Sum þeirra eru þess eðlis að það er hægt að vinna þau í 40 tíma á viku án þess að það hafi skaðleg áhrif á meðan önnur stofna heilsu fólks í hættu, sé unnið svo lengi. Spurningin er sú hvort við ættum ekki frekar að miða lengd vinnuvikunnar við þekkingu dagsins í dag og nútímasamfélagið í stað þess að miða við samfélagið eins og það var fyrir 50 árum. Stytting vinnuvikunnar hefur verið baráttumál BSRB og aðildarfélaga undanfarin ár og var meðal þess sem ávannst í kjarasamningunum í mars síðastliðnum.
Meira

Jólalag dagsins - The First Noel

Það er ekki nóg með það að á Norðurlandi vestra séu einhverjir bestu lögregluþjónar landsins, og þó víðar væri leitað, heldur þeir söngglöðustu líka. Þau Erna Rut Kristjánsdóttir og Steinar Gunnarsson syngja undurvel og tilvalið að hafa þau sem flytjendur jólalags dagsins.
Meira

Þrjú verkefni á Norðurlandi vestra fengu styrk úr Matvælasjóði

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti fyrstu úthlutun Matvælasjóðs í morgun en alls hljóta 62 verkefni styrk að fjárhæð allt að 480 milljónir en sjóðnum bárust 266 styrkumsóknir. Hægt er að horfa á upptöku frá úthlutuninni hér, en hún var í beinu streymi.
Meira

Dregið hefur úr bikblæðingum

Bikblæðingar eru nú mun minni á leiðinni milli Borgarness og Akureyrar en verið hefur síðustu daga. Ástandið fór að batna síðdegis í gær og er mun betra nú fyrir hádegi að því er fram kemur í frétt á vef Vegagerðarinnar. Vegagerðin hefur þó áhyggjur af því að ástandið gæti átt eftir að versna með hækkandi hitastigi þegar á daginn líður og fylgist grannt með ástandinu.
Meira

Til þess eru vítin að varast þau

Í foreldrahúsum var því iðulega haldið til haga að siðir, venjur og reglur væru mannanna verk og þeim væri hægt að breyta. Það tók mig smá tíma að átta mig almennilega á inntakinu. Þetta gildir í báðar áttir. Mannanna verk eru ekki öll af hinu góða og það sama á við um breytingar. Þrátt fyrir góðan hug og göfug markmið fer ósjaldan eitthvað úrskeiðis þegar skipt er um kúrs.
Meira

Tekjur sveitarfélaga dragast minna saman en áður var spáð

Starfshópur á vegum ríkis og sveitarfélaga áætlar að afkoma A hluta sveitarsjóða verði neikvæð sem nemur 17,7 milljörðum króna í ár. Það er um 2,2 milljörðum betri afkoma en starfshópurinn áætlaði í skýrslu í ágúst síðastliðnum þegar stefndi í 19,9 milljarða halla samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Benda nýjustu tölur til þess að samdráttur í tekjum verði minni en ráð var fyrir gert í sumar en heildargjöldi verði þau sömu. Þegar litið er til áætlana um skuldastöðu sveitarfélaganna þá er hún ögn skárri en nú en gert var ráð fyrir í fyrri áætlun og sama gildir um veltufé frá rekstri. Þetta kemur fram í frétt á vef samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins.
Meira

Tillaga um hvatningu til atvinnuþróunar

Á tímum atvinnuleysis og samdráttar er mikilvægt að hvetja fyrirtæki til framþróunar og arðbærra fjárfestinga. Samfélagið þarf á virkri atvinnuþróun, fjölgun starfa og verðmætasköpun að halda. Aðstæður kalla á að stjórnvöld fari í aðgerðir sem styrkja atvinnulífið í bráð og lengd. Auk hvata og stuðnings við nýsköpun þarf aðgerðir til að halda atvinnulífinu gangandi, koma í veg fyrir stöðnun, skapa nýjar tekjur og störf hratt.
Meira