A-Húnavatnssýsla

Tónlistarveisla beint í æð beint úr Bifröst í kvöld

Það styttist óðfluga í að ungt og sprækt tónlistarfólk þrammi á svið í Bifröst og streymi jólin heim til þeirra sem hlýða vilja. Tónleikarnir, sem Feykir hefur áður sagt frá, kallast Jólin heima og verður opnað fyrir streymið kl. 19:30. Streymið er hægt að nálgast á YouTube síðunni TindastóllTV eða á heimasíðunni tindastolltv.com.
Meira

Gul veðurviðvörun í gildi til morguns

Gul veðurviðvörun er nú í gildi fyrir Strandir og Norðurland vestra og gildir hún til klukkan ellefu í fyrramálið, mánudaginn 21. desember. Í spá Veðurstofu Íslands er gert ráð fyrir norðaustan hvassviðri með vindhraða á bilinu 13-20 m/s. Reiknað er með talsverðri snjókomu eða éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.
Meira

Brátt hækkar sól

Þau lýsa fegurst, er lækkar sól, í blámaheiði mín bernsku jól. Ljóð Stefáns frá Hvítadal sem ber einfaldlega heitið Jól hefur alltaf verið mér hugleikið og þá einnig einstaklega fallegt lagið sem Jórunn Viðar samdi við það. Það er í því einhver tærleiki og fegurð barnæskunnar og barnatrúarinnar.
Meira

Styrkjum búsetu á landsbyggðinni

Árið 2020 hefur verið mjög sérstakt fyrir okkur öll og sennilega eru margir fegnir því að það renni nú bráðum sitt skeið. Ég er sannfærður um að 2021 verði okkur betra og það eru mjög jákvæð teikn á lofti að svo verði. Þegar ég horfi yfir árið 2020 og þau verkefni sem við í félagsmálaráðuneytinu höfum verið að vinna, horfi ég til baka stoltur en árið litaðist að mörgu leyti af viðbrögðum við heimsfaraldri Covid-19. Ég er hins vegar mjög ánægður og stoltur af því að hafa náð að koma þremur stórum baráttumálum mínum á dagskrá þrátt fyrir aðstæður í heiminum en þau eiga það öll sameiginlegt að styrkja búsetu á landsbyggðinni.
Meira

Beðist velvirðingar á vandamálum tengdum kosningum

Í gær hófst kosning á Manni ársíns 2020 á Norðurlandi vestra hér á Feykir.is. Því miður hafa margir lent í vandamálum með að kjósa og er beðist velvirðingar á því. Vesenið er tæknilegs eðlis og vonumst við til að það verði leyst fljótt og örugglega.
Meira

Bókin Íslenskir vettlingar til sölu hjá Heimilisiðnaðarsafninu

Út er komin bókin Íslenskir vettlingar sem inniheldur 25 nýjar útfærslur á gömlum vettlingamynstrum. Höfundur bókarinnar er Guðrún Hannele Henttinen og útgefandi er Vaka-Helgafell. Allar uppskriftirnar í bókinni byggja á vettlingum sem varðveittir eru í Heimilisiðnaðarsafninu. Er þessi útgáfa enn eitt dæmið um hvernig munir í Heimilisiðnaðarsafninu verða að yrkisefni höfunda, hönnuða og listamanna við nýja listsköpun.
Meira

Hálendisþjóðgarður vinstri grænna?

Umhverfisráðherra mælti í síðustu viku fyrir frumvarpi um stofnun hálendisþjóðgarðs. Strax vakti athygli hversu mikil andstaða er við málið hjá samstarfsflokkum VG í ríkisstjórn. Almenn og vel ígrunduð andstaða er við málið hjá hagsmunaaðilum landið um kring, svo sem bændum, sveitarfélögum og fyrirtækjum sem starfa í og við fyrirhugaðan þjóðgarð svo ekki sé talað um einstaklinga og félagasamtök sem hafa áhyggjur af frjálsri för fólks um svæðið, en andstaða samstarfsflokka VG í ríkisstjórn er meiri en reiknað var með.
Meira

Jólalag dagsins – Björt jól

Jólalag dagsins er heimafengið en höfundur og flytjandi er hin mjög svo efnilega söngkona Ásdís Aþena Magnúsdóttir á Hvammstanga. Lagið samdi hún þegar hún var 11 ára en eftir mikla pressu frá foreldrum sínum ákvað Ásdís að klára lagið Björt jól sem hafði legið óklárað ofan í skúffu í fimm ár.
Meira

Gráþrösturinn hans Róberts Daníels prýðir forsíðu Feykis

Við Feykisfólk erum alveg rígmontin með myndina sem prýðir jólakveðjublaðið sem kom út nú í vikunni og erum fullviss um að fallegri mynd er ekki á nokkurri forsíðu fyrir þessi jólin. Myndina tók Blönduósingurinn Róbert Daníel Jónsson og var það auðsótt mál að fá listaverkið hans til birtingar.
Meira

Kosning um Mann ársins 2020 á Norðurlandi vestra er hafin

Feykir stendur fyrir kjöri á manni ársins á Norðurlandi vestra líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis gefst kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Í þetta skiptið bárust tilnefningar um sjö einstaklinga. Hægt verður að greiða atkvæði á vefnum Feyki.is eða senda atkvæði í pósti á Feykir, Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur. Kosningin er hafin og lýkur á miðnætti á nýársdag, 1. janúar.
Meira