A-Húnavatnssýsla

Fornleifafræðingar leita að beinum jólakattarins

Nú þegar allir jólasveinarnir þrettán hafa skilað sér til byggða og þeir kumpánar farnir að tínast aftur heim til foreldra sinna er við hæfi að velta fyrir sér nokkrum spurningum varðandi þessa ævintýralegu fjölskyldu. Á Vísindavefnum er margs konar fróðleik að finna, meðal annars er þar velt upp spurningum um tilvist þeirra hjóna, Grýlu og Leppalúða.
Meira

Heima er best

ÁR ÞÚ VEIST HVAÐ :: „Mér stökk ekki bros á árinu!“ segir Gísli Einarsson Lunddælingur og Landastjóri þegar Feykir innir hann eftir því hvað honum hafi þótt broslegast árið 2020. Gísli, sem býr í Borgarnesi, er landsmönnum öllum að góðu kunnur og hann féllst á að svara ársuppgjöri Feykis með orðunum: „Að sjálfsögðu. Allt fyrir Feyki!“ Auk þess að vera dagskrárgerðarmaður á RÚV er hann vatnsberi og notar skó í númerinu 47. Árinu lýsir hann í þremur orðum á þennan klassískan máta: „Helvítis fokkings fokk!“
Meira

Gleðileg jól

Feykir óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu með kærri þökk fyrir samskiptin á árinu sem senn er á enda.
Meira

Jólastormur og mislit jól

Í hugum margra er hið fullkomna jólaveður stillt og kyrrt, hvít jörð og gjarnan logndrífa eða hundslappadrífa. Þeim sem hafa óskað sér þannig jólaveðurs þetta árið verður ekki að ósk sinni því í dag gengur sunnan hvassviðri eða stormur yfir landið. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands á vedur.is segir að hvassast verði um norðanvert landið, allt að 25 m/s og hviður vel yfir það. Rigning, sums staðar talsverð sunnan- og vestan til, en þurrt að kalla á Austurlandi fram á kvöld. Hlýnar talsvert frá því í gær og verður hiti kominn í 4 til 11 stig síðdegis.
Meira

Áhugavert, lærdómsríkt og stórfurðulegt

„Súkkulaði Trítlum!“ segist Katrín Lilja Kolbeinsdóttir Hansen vilja henda á brennuna þegar hún fer yfir árið 2020 fyrir Feyki. Katrín Lilja, sem er Varmhlíðingur, starfar við gæðaeftirlit hjá fyrirtæki sem heitir Silver Crane en hún býr á Wimborne Road í Bournemouth í landi Engs. Hún er sporðdreki alveg í gegn og lýsir árinu svona í þremur orðum: „Áhugavert, lærdómsríkt og stórfurðulegt.“
Meira

Jólalag dagsins - Helga himneska stjarna

Jólalag dagsins samdi Steinn Kárason á aðfangadagskvöld á Sauðárkróki árið 1969, þá 15 ára gamall en ljóðið við lagið orti Sigurbjörn Einarsson árið 2004. Mótunarferli lagsins tók því 35 ár.
Meira

Jólakveðjur frá Textílmiðstöðinni

Nú þegar landsmenn prýða heimili sín, gjarnan með útsaumuðum jóladúkum fögnum við í Textílmiðstöðinni meðbyrnum sem okkar áherslur á textílinn hafa hlotið.
Meira

Frumvarpið gerir sem fyrr ráð fyrir stofnun þjóðgarðs án samþykkis hlutaðeigandi sveitarfélaga

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps leggst gegn samþykkt frumvarps um Hálendisþjóðgarð. Frumvarpið var lagt fram til kynningar á fundi sveitarstjórnar þann 17. desember síðastliðinn. Í bókun sveitarstjórnar sem samþykkt var með fimm atkvæðum en tveir sátu hjá, segir m.a. að sem fyrr geri frumvarpið ráð fyrir stofnun þjóðgarðs án samþykkis hlutaðeigandi sveitarfélaga.
Meira

Helgihald um hátíðirnar

Helgihald verður með talsvert öðru sniði þessi jólin en fólk á að venjast. Ljóst er að ekki verður um hefðbundnar guðsþjónustur að ræða í kirkjum landsins vegna fjöldatakmarkana af völdum COVID-19. Kirkjan hefur því tekið á það ráð að streyma helgistundum og gefa sóknarbörnum þannig kost á að fá guðsþjónusturnar heim í stofu.
Meira

Ein planta sem uppfyllir allar þarfir mannkyns?

Iðnaðarhampur er afar fjölhæf planta sem hefur oft verið umdeild. Algengt er að fólk hafi illan bifur á henni vegna þess að henni er oft ruglað saman við hamp sem ræktaður í þeim tilgangi að framleiða vímuefni. Báðar þessar hampplöntur tilheyra sömu fjölskyldu en iðnaðarhampinn er ekki hægt að nota til vímuefnaframleiðslu af neinu tagi. Iðnaðarhampur var hagnýttur um aldaraðir í ýmsum tilgangi en féll í ónáð sökum þessarar tengingar. Nú er fólk að enduruppgötva þessa fjölhæfu plöntu og fyrstu skref gefa væntingar um spennandi framhald.
Meira