A-Húnavatnssýsla

Val um mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu

Húnahornið býður lesendum sínum að velja mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu, líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Lesendur eru beðnir að senda inn tilnefningu í gegnum þar til gerðan rafrænan atkvæðaseðil þar sem tiltekið er nafn þess sem tilnefndur er svo og ástæða tilnefningarinnar. Hver og einn getur sent inn eina tilnefningu. Maður ársins í Austur-Húnavatnssýslu getur verið einn einstaklingur eða hópur manna.
Meira

FNV keppir í Gettu betur í kvöld

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra tekur þátt í Gettu betur, spurningakeppni íslenskra framhaldsskóla sem Ríkisútvarpið stendur fyrir árlega. Lið skólans er eitt þeirra sex liða sem ríða á vaðið í keppninni í ár en það mætir Kvennaskólanum í Reykjavík í kvöld, mánudaginn 4. janúar klukkan 20.20. Viðureigninni verður streymt frá vef RÚV núll.
Meira

Uppbyggingarsjóður úthlutar 75 milljónum

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra hefur tilkynnt um úthlutanir úr sjóðnum fyrir árið 2021 en engin úthlutunarhátíð verður haldin að þessu sinni. Auglýst var í október eftir umsóknum á sviði menningar og atvinnuþróunar og nýsköpunar fyrir árið 2021, með umsóknarfresti til 16. nóvember. Alls bárust 123 umsóknir þar sem óskað var eftir 228 milljónum króna.
Meira

Urðarbraut 15 valið Jólahús ársins 2020 á Blönduósi

Húnahornið stóð fyrir vali á Jólahúsi ársins á Blönduósi meðal lesenda sinna, rétt eins og gert hefur verið mörg undanfarin ár en þetta mun vera 19. árið sem svo er gert. Að þessu sinni var það húsið að Urðarbraut 15 sem hlaut heiðusrnafnbótina Jólahús ársins á Blönduósi.
Meira

Feykir poppar popp ársins 2020

Árið 2020 var undarlegt með allar sínar hömlur, boð og bönn sem flestir hefðu nú sennilega hlegið að fyrir ári að við létum yfir okkur ganga að mestu möglunarlaust. Tónlistarfólk létti okkur þó lífið með flutningi yfir net og sjónvarp. Á árinu kom út fullt af fínni músík og diskóið gekk aftur, fullt af glimmer og gleði í drungalegum heimi.
Meira

Bergsveinn, Einar Már og Dorothy Koomson í uppáhaldi

Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir á Kollsá í Hrútafirði kann vel að meta góðar bækur og lesefnið er fjölbreytt. Á heimili hennar er til góður bókakostur en þegar hún var beðin að áætla bókaeign sína segist hún hafa talið um 350 bækur í bókahillunum á Kollsá. Inga segist þó ekki lengur kaupa margar nýjar bækur yfir árið, heldur taka meira að láni, og heimsækir hún bókasafnið á Hvammstanga reglulega. Hún var viðmælandi bókaþáttar í fermingarblaði Feykis árið 2019.
Meira

Humarhalar, saltfiskur að hætti Hawaiibúa og ávaxtaeftirréttur

Matgæðingar í 30. tölublaði Feykis sumarið 2018 eru Brynhildur Sigtryggsdóttir og Ómar Kjartansson á Sauðárkróki. Þau hjónin ættu flestir Skagfirðingar að kannast við en þau ráku Blóma- og gjafavöruverslunina á Króknum um árabil og einnig reka þau ÓK gámaþjónustu sem á móttökustöðina Flokku.
Meira

Litlar kjötbollur, Pavlova og fljótlegt brauð

Feykir.is dustar rykið af gömlum matgæðingaþáttum. Í 29. tbl. ársins 2018 sáu þau Ármann Óli Birgisson og Matthildur Birgisdóttir á Blönduósi um matreiðsluna. „Það er fátt skemmtilegra en að gæða sér á góðum mat í góðra vina hópi en stundum er einfaldleikinn góður og þegar annríkið tekur völdin getur verið gott að eiga mat í kistunni. Því ákváðum við að bjóða upp á einfalt, fljótlegt og þægilegt þessa vikuna og síðast en ekki síst gott. Það getur verið ansi þægilegt að eiga góðar kjötbollur til að grípa upp úr kistunni eftir annasaman dag. Því er aðalréttur vikunnar bestu kjötbollur sem við höfum smakkað. Við hreinlega fáum ekki nóg af þessum og það besta við þær er að stelpurnar okkar elska þegar þetta er borið á matarborðið. Við reynum að eiga alltaf kjötbollur í frystinum,“ sögðu Matthildur og Ármann.
Meira

Hrakfarir nokkurra skólapilta að norðan - Hrepptu hið versta ferðaveður

Í bók séra Friðriks Friðrikssonar, æskulýðsfrömuðar og stofnanda KFUM, Undirbúningsárin sem kom út árið 1928, er ítarleg ferðasaga Friðriks úr Skagafirði, þar sem hann þá bjó og starfaði á sumrum, og til Reykjavíkur þar sem hann stundaði nám. Kom hann við hjá vinafólki á Kornsá í Austur-Húnavatnssýslu en þeir Björn og Ágúst bróðir hans, Lárussynir Blöndal, voru miklir mátar og urðu þeim samferða ásamt öðrum. Hrepptu þeir veður vond og var ferðin söguleg sökum hrakfara og vosbúðar.
Meira

„Við vorum bara heilluð af svæðinu eins og allir sem það heimsækja“

Sóti Summits er í eigu hjónanna Ólafar Ýrar Atladóttur og Arnars Þórs Árnasonar og er hatturinn á tvíþættri starfsemi, sveitahótelsins Sóta Lodge og ferðaskrifstofunnar Sóta Travel. „Starfsemina má rekja til þess að við keyptum á haustdögum 2015 gamla skólahúsið að Sólgörðum í Fljótum með draum um að endurbyggja og starfrækja þar gæðagistingu fyrir útivistarfólk og aðra sem vilja njóta þessa yndislega staðar,“ segir Ólöf. Eftir umfangsmikla endurbyggingu lauk Sóti Lodge svo upp dyrum fyrir gestum sínum á vordögum 2020. „Samhliða því öfluðum við ferðaskrifstofuleyfis enda gerðum við okkur ljóst, ekki síst með tilliti til þeirra atburða sem urðu í vor, að það yrði okkur styrkur að geta skipulagt og markaðssett okkar eigin ferðir.“
Meira