A-Húnavatnssýsla

Vísindi og grautur - Félagsfjarlægð og hlunnindi ferðaþjónustu

Þriðja erindi vetrarins í fyrirlestraröðinni Vísindi og grautur sem Ferðamáladeild Háskólans á Hólum stendur fyrir verður haldið miðvikudaginn 13. janúar næstkomandi. Þar mun Edward Hübens, prófessor í menningarlandfræði við háskólann í Wageningen í Hollandi fjalla um framtíð ferðaþjónustu eftir heimsfaraldur og velta upp mögulegum sviðsmyndum af eftirköstum aðgerða til að stemma stigu við honum. Edward mun sérstaklega ræða hvernig ferðalög fólks geta skapað gagnkvæman skilning, stuðlað að friði og hnattrænu samlífi og hvernig áherslan á félagslega fjarlægð í faraldrinum getur haft áhrif á þessa kosti ferðamennsku.
Meira

Með prjónana í höndunum frá 18 ára aldri

Særún Ægisdóttir er hárgreiðslu- og hannyrðakona ásamt því að stunda búskap ásamt manni sínum á bænum Haga í Húnavatnshreppi. Hún sagði okkur lítillega frá handverkinu sínu í Hvað ertu með á prjónunum? í 26. tölublaði Feykis árið 2018. Prjónaskapur er hennar uppáhalds handverk þó hún hafi reyndar prófað margar tegundir handavinnu um dagana. Særún segir að barnateppin sem hún hefur prjónað handa systkinabörnunum séu hennar uppáhaldsverk enda virkilega falleg eins og sjá má á einni af meðfylgjandi myndum.
Meira

Rækjur í forrétt, kjúklingaréttur og Marskaka í eftirrétt

Matgæðingar 33. tölublaðs Feykis árið 2018 voru þau Anna Birgisdóttir og Elvar Hólm Hjartarson á Sauðárkróki. Anna segir að Elvar sé ekki gefinn fyrir að elda en verji frekar tíma í hestamennsku sem dæturnar stunda með honum. Sjálf segist hún hafa gaman af að elda og prufa eitthvað nýtt og er m.a. í matarklúbbi sem hefur fengið að prófa réttinn sem hún gefur okkur uppskriftina að og vakti hann góða lukku. „Ekki er Marskakan síðri, hún er sælgæti,“ segir Anna.
Meira

Telur rétt að taka við húsunum

Oddviti Sveitarfélagsins Skagastrandar, Halldór G. Ólafsson, telur rétt að taka við nokkrum eignum FISK Seafood á Skagaströnd þótt þær séu ekki í sem bestu ásigkomulagi og gera úr þeim tækifæri. Friðbjörn Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri FISK, sagði frá fyrirhuguðum fjárfestingum og breytingum á húsakosti í opnu bréfi til samstarfsfólks á fyrstu dögum nýs árs, meðal annars þess að framundan væri að afhenda Skagastrendingum án endurgjalds stjórnsýsluhús og hús sem áður hýstu rækjuverksmiðju og síldarverksmiðju.
Meira

Smá ferðasaga mótorhjólaáhugamanns - Áskorandi Guðmundur Paul Scheel Jónsson Blönduósi

Það var fyrir tveimur árum að það skaut upp í huga mér að líklegast myndi alvöru mótorhjól henta mér betur en rafskutlan sem ég keypti ári áður. Rafskutlan er ekki gerð fyrir meiri þunga en 120 kg og mældist ég langt þar fyrir ofan og þar sem ég á ekki bíl og hef lítinn áhuga á slíku farartæki bættist þyngd innkaupa við yfirþyngdina sem hjólinu var ætlað að bera.
Meira

Dalalíf ómetanleg heimild um líf fólks á liðnum tíma

Helga Bjarnadóttir, skólastjóri á eftirlaunum, svarað spurningum Bók-haldsins í 37. tölublaði Feykis árið 2019. Helga segist ekki hafa lesið mikið sem barn, og í raun ekki fyrr en á seinni árum, en ljóðabækur sem hún eignaðist sjö ára gömul hafa fylgt henni alla tíð.
Meira

Kartöflur með kryddkvark og rússnesk klípukaka

Það er þýski Miðfirðingurinn Henrike Wappler sem gaf okkur uppskriftir í 31. tölublaði Feykis sumarið 2018. Henrike, sem er frá Bautzen í Saxlandi sem tilheyrir hinu gamla Austur-Þýskalandi, kom til Íslands árið 1999 og er hér enn. Hún er félagsráðgjafi að mennt og starfar sem slíkur hjá fjölskyldusviði Húnaþings vestra og einnig Skagafjarðar. Henrike er gift Friðrik Jóhannssyni, bónda á Brekkulæk í Miðfirði, þar sem þau búa með börnum sínum þremur. „Ég er stödd í Bautzen, í sumarfríi hjá fjölskyldunni minni, og ætla því að koma með tvær uppskriftir héðan frá Þýskalandi,“ sagði Henrike.
Meira

Skráning í prófkjör Pírata hefst í dag - Jón Þór Ólafsson gefur ekki kost á sér

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, tilkynnti í morgun að hann muni ekki gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum en opnað verður fyrir skráningar í prófkjör Pírata í dag vegna alþingiskosninga seinna á árinu.
Meira

Takmarkanir á samkomum rýmkaðar

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi til tillögur sóttvarnalæknis, breytingar á reglum um samkomutakmarkanir sem taka munu gildi þann 13. janúar og gilda til 17. febrúar næstkomandi. Fjöldatakmörk verða 20 manns og heilsu- og líkamsræktarstöðvum verður gert kleift að hefja starfsemi á ný en með ströngum skilyrðum. Sama gildir um síðasvæðin. Íþróttastarf barna og fullorðinna verður heimilað að uppfylltum skilyrðum og sömuleiðis íþróttakeppnir án áhorfenda.
Meira

Ingvi Hrannar ráðinn til mennta- og menningarmálaráðuneytisins

Ingvi Hrannar Ómarsson, kennsluráðgjafi við Árskóla á Sauðárkróki, hefur verið ráðinn til starfa hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu en hann er einn fjögurra sem ráðnir hafa verið á skrifstofu skóla-, íþrótta- og æskulýðsmála. Tvö starfanna eru störf án staðsetningar í nýju skólaþróunarteymi ráðuneytisins og hafa þau Ingvi Hrannar og Donata H. Bukowska verið ráðin í þau.
Meira