A-Húnavatnssýsla

Tíu í framboði í póstkosningu Framsóknar í Norðvesturkjördæmi

Tíu sækjast eftir því að komast á lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 2021 en póstkosning verður haldin dagana 16. febrúar - 13. mars nk. Þar verður kosið um fimm efstu sæti á lista flokksins.
Meira

Markmiðið að efla frumkvöðlastarf og sköpunarkraft á svæðinu

Á heimasíðu SSNV er sagt frá Hacking Norðurland sem er lausnamót sem fer fram dagana 15.-18. apríl 2021 á Norðurlandi. Unnið verður með sjálfbæra nýtingu auðlinda svæðisins með tilliti til matar, vatns og orku. Markmið lausnamótsins er að efla frumkvöðlastarf og sköpunarkraft á svæðinu og þannig stuðla að nýjum verkefnum og viðskiptatækifærum. Lausnamótinu er ekki síður ætlað að vekja athygli á því öfluga frumkvöðlasamfélagi sem er á Norðurlandi.
Meira

Vill leiða lista Pírata í Norðvesturkjördæmi

Gunnar Ingiberg Guðmundsson, fv. varaþingmaður Pírata í Norðvesturkjördæmi, gefur kost á sér til að leiða lista Pírata í Norðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Gunnar er uppalinn í Stykkishólmi, búsettur í Kópavogi og stundar nám við Háskólann í Reykjavík.
Meira

Jafnréttisdagar háskólanna hefjast í dag

Jafnréttisdagar háskólanna hefjast í dag en þeir verða haldnir í öllum háskólum landsins fram til 5. febrúar. Reynsla nemenda með innflytjendabakgrunn af háskólanámi, reynslusögur af rasisma, karlar í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, áhrif COVID-19 á háskólanám, algild hönnun og heimildarmynd um intersex fólk er meðal þess sem í boði verður.
Meira

Látum hendur standa fram úr ermum

Við gerð fjárlaga fyrir árið 2020 var vitað að við værum að ganga inn í kólnandi hagkerfi eftir uppsveiflu undanfarinna ára. Í upphafi árs var staða ríkissjóðs og gjaldeyrissjóðs sterk og á þeim grunni gátu stjórnvöld byggt þegar Covid-19 skall á með öllum sínum óvæntu vandamálum. Það má ekki gleyma að vegna þessarar góðu stöðu var hægt að bregðast við þessari óvæntu krísu með öflugum hætti.
Meira

Bindin fram í febrúar

Í dag 1. febrúar hefst landsátakið Bindin fram í febrúar í níunda sinn á Íslandi. Átakið er hvatning til allra um að nota bindi í febrúarmánuði. Markmið átaksins er að auka fjölbreytta bindanotkun á Íslandi í leik og starfi og að vekja athygli á því að bindi er hægt að nota bæði hversdagslega og við hátíðleg tækifæri óháð kyni, aldri og starfi.
Meira

Ánægðust með upphlutinn á yngstu dótturina

Solveig Pétursdóttir á Hofsósi tók áskorun frá Kristínu S. Einarsdóttur í þættinum Hvað ertu með á prjónunum? og sagði lesendum frá handavinnunni sinni í þættinunm í 47. tbl. ársins 2018. Áhugi Solveigar á handavinnu kviknaði snemma og hefur hún unnið að mörgum tegundum handverks í gegnum tíðina. Solveig segir að sér þyki gott að vera með nokkur verkefni í vinnslu sem hægt er að grípa í eftir því hvað hentar hverju sinni og þegar hún svaraði spurningum þáttarins var hún með tvær peysur á prjónunum, aðra símunstraða í fjórum litum sem hún sagði þurfa alla hennar athygli og hina einfalda úr mohair, þægilega til að grípa í við sjónvarpið. Þar til viðbótar voru eitt og annað hliðarverkefni í takinu svo sem heklaðar tuskur og fleira.
Meira

Þrír fljótlegir og spennandi kjúklingaréttir

Það er Hrefna Samúelsdóttir á Hvammstanga gaf lesendum sýnishorn af því sem henni þykir skemmtilegt að elda í matarþætti Feykis í 42 tbl. 2018. Hrefna, sem er þriggja stráka móðir, segir að sér finnist gaman að elda alls konar öðruvísi rétti og sækir sér gjarna uppskriftir á netið en þaðan eru þessir réttir einmitt fengnir. Við látum slóðirnar fylgja með.
Meira

Hélt upp á Heiðubækurnar sem barn

Elsa Stefánsdóttir var gestur Bók-haldsins í 21. tölublaði síðasta árs. Þær eru ófáar bækurnar sem um hendur hennar fara en hún starfar sem bókavörður í skólabókasafninu á Hofsósi og við Hofsóssdeild Héraðsbókasafnsins. Elsa les einnig mikið og segir hún að skáldsögur verði oftast fyrir valinu þó ein og ein ævisaga slæðist með.
Meira

Tartalettur, kjúklingur í sweet chili rjómasósu og geggjaður eftirréttur

Matgæðingar í 41. tölublaði ársins 2018 voru þau Steinunn Valdís Jónsdóttir og Sigurður Ingi Ragnarsson, búsett á Sauðárkróki.  Steinunn og Sigurður eiga fjögur börn sem voru þegar þátturinn var gefinn út á aldrinum 13 - 23 ára. Þau gáfu þau okkur uppskriftir að þremur réttum sem þau sögðu fljótlegar og vinsælar hjá fjölskyldumeðlimum.
Meira