Viðburðir á 17. júní
Þjóðhátíðardagur Íslendinga er á morgun, 17. júní, en þá minnist þjóðin 76 ára afmælis íslenska lýðveldisins. Ljóst er að hátíðahöld verða víða með eitthvað öðru sniði en venja er vegna COVID-19 en landsmenn eru hvattir til að halda upp á daginn með vinum og fjölskyldu. Morgunathöfn verður í beinni útsendingu í sjónvarpi RÚV þar sem meðal annars verður ávarp forsætisráðherra og fjallkonan flytur ljóð.
Feykir tók saman yfirlit yfir það helsta sem verður um að vera á Norðurlandi vestra í tilefni dagsins.
Dagskrá þjóðhátíðardags á Hvammstanga:
13:00 – Þjóðhátíðarmessa í Hvammstangakirkju.
14:00 – Skrúðganga hefst frá Hvammstangakirkju
14:30 – Ávarp fjallkonu og hátíðarræða frá svölum félagsheimilisins
15:00 – Skemmtidagsskrá sunnan við félagsheimilið.
- 10. bekkur er með sölu á grilluðum pylsum, nammi og kandifloss.
- Hoppukastalar fyrir unga sem aldna.
- Teymt undir börnum á hestum.
- Léttar þrautir.
- Andlitsmálun.
Á Blönduósi verður sundlaugin opin frá 8-21 og er bæjarbúum boðið frítt í sund í tilefni af 17. júní og 10 ára afmælis laugarinnar. Bæjarbúar eru hvattir til þess að halda sína eigin þjóðhátíð með vinun og ættingum, grilla, syngja og dansa.
Skagafjörður:
Hátíðardagskrá verður streymt kl 12:00 á Facebooksíðu og heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar, www.skagafjordur.is. Hátíðarávarp, Fjallkonan og frábær tónlistaratriði beint úr héraði.
Sundlaugar sveitarfélagsins verða opnar og verður tónlist og fjör fyrir sundlaugagesti. Opnunartímar sundlauganna verða sem hér segir:
Sauðárkrókur og Varmahlíð frá kl 10-17.
Hofsós frá kl. 07-21.
Hestafjör! Teymt undir börnum á hestbaki í Skagafirði:
Sauðárkrókur- á Flæðunum við sundlaugina kl. 13-14.
Hofsós - Hesthúsahverfið í Hofsósi kl. 11-12.
Glaumbær - Túnið við Glaumbæ kl. 14-15.
Kaffihlaðborð og kaffisala vítt og breytt um fjörðinn.
Austan Vatna í Skagafirði:
11:00: Byrðuhlaup á Hólum. Lagt af stað frá Grunnskólanum á Hólum. Nánari upplýsingar á Facebook.
11:00 -12:00: Reiðskóli Tröllaskaga teymir undir börnum við hesthúsahverfið á Hofsósi í boði Sveitarfélagins Skagafjarðar. (Í stóru hvítu gerði við hesthúsahverfið).
13:00-14:00: Aparólan tekin í notkun. Leikir og fjör á skólalóð. Íbúasamtökin Byggjum upp Hofsós og nágrenni bjóða upp á ís.
11:00-18:00: Kaffihúsastemmning í Stóragerði. Hægt að kaupa sér hnallþórusneiðar eða vöfflur og gæða sér á heitu súkkulaði eða kaffi.
11:00-18:00: Vesturfarasetrið opið.
13:00-18:00: Nytjamarkaðurinn í Grunnskólanum austan Vatna á Hofsósi opinn.
14:00-16:00: Leikir, tónlist og sápurennibraut á bakkanum í sundlauginni á Hofsósi. Sundlaugin opin frá 07-21.
9:30-21:30: Kaupfélag Skagfirðinga á Hofsósi opið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.